Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri, sem haldinn var laugardaginn 1. maí 2010, samþykkti svohljóðandi ályktun:
Við berum okkar ábyrgð
Fundur Samfylkingarinnar á Akureyri, verkalýðsdaginn 1. maí 2010 skorar á forystu Samfylkingarinnar að halda áfram þeirri umbótarvinnu sem hófst með birtingu bókhalds flokksins og einstakra frambjóðenda frá árinu 2002.
Samfylkingin var flokka fyrst að auka gegnsæi og byrja á þeirri vinnu að endurheimta traust kjósenda.
Þá hefur flokkurinn kosið sérstaka nefnd sem fjalla á um umbætur og skoða innra starf flokksins.
Stjórnmálaflokkar og flokksmenn þeirra verða að taka til í eigin ranni.
Því er skorað á forystu Samfylkingarinnar að af hálfu flokksins verði viðurkennd sú ábyrgð sem flokkurinn ber á því hruni sem dundi yfir þjóðina.
Hér ber ekki einungis að líta til lagalegrar ábyrgðar, sú siðferðislega er ekki síður mikilvæg.
Samfylkingin biðst afsökunar á að hafa átt þátt í þeim trúnaðarbresti sem orðið hefur en væntir þess að vinna fullt traust kjósenda á ný.
Be the first to comment on "Ályktun félagsfundar 1. maí 2010"