Þú skiptir máli!

Ágæti kjósandi. Þú og aðrir landsmenn gangið til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn við tvísýnar og viðsjárverðar aðstæður. Afleiðingar kreppunnar eru, og verður enn um sinn, helsta viðfangsefni bæjarstjórnar Akureyrar. Þú velur hverjum þú treystir til að stýra bæjarfélaginu í gegnum þann ólgusjó sem enn er framundan í þeim efnum.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur á því kjörtímabili sem nú er að ljúka þurft að hagræða og laga reksturinn að breyttum aðstæðum. Þetta hefur ekki verið sársaukalaust en með samstilltu átaki og skynsamlegum vinnubrögðum tókst að ná betri árangri en nokkur þorði að vona. Velferðarþjónustan var varin og Akureyri er nú sem fyrr í fremstu röð á því sviði. Undir forustu Samfylkingarinnar tókst að verja störfin og þjónustuna og skila góðum árangri í rekstri á sama tíma.

Við erum því miður ekki komin í gegnum kreppuna þó greina megi jákvæð teikn á lofti. Við munum áfram þurfa að sýna aðhald og ráðdeild. Það er ekki sama hvernig það er gert. Samfylkingin á Akureyri hefur sýnt að með hugsjónir jafnaðarmanna, haldgóða reynslu og bjartsýni að vopni má ná góðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Það er því mikilvægt að Samfylkingin fái góðan stuðning í kosningunum. Þátttaka þín skiptir þar megin máli og ég vil hvetja þig til að nýta kosningaréttinn sem er hornsteinn lýðræðisins.

Framtíð Akureyrar er björt ef rétt er á málum haldið. Við höfum lagt fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem þú og bæjarbúar allir eru settir í öndvegi. Frambjóðendur okkar eru öflugur hópur með mikla reynslu og þekkingu að baki. Saman skulum við halda áfram á réttri leið!

Be the first to comment on "Þú skiptir máli!"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*