Vilt þú taka þátt í skugganefndum?

Á félagsfundi á mánudagskvöldið kom upp þá hugmynd að vera með skugganefndir.  Skugganefndir fylgjast með störfum nefnda Akureyrarbæjar og halda bæjarfulltrúa okkar upplýstum um hin ýmsu mál.  Við auglýsum því eftir fólki sem er tilbúið að starfa í skugganefndum en starfið í þeim mun þróast í sumar og byrja í haust.  Áhugasamir geta sent tölvupóst á johann@xsakureyri.is

Á bæjarstjórnarfundi í dag var kosið í nefndir og á Samfylkingin eftirtalda fulltrúa:

Íþróttaráð: Helena Karlsdóttir, til vara Pétur Maack

Skólanefnd: Logi Már Einarsson, til vara Sædís Gunnarsdóttir

Stjórn Akureyrarstofu: Sigrún Stefánsdóttir, til vara Jóhann Jónsson

Umhverfisnefnd: Valdís Anna Jónsdóttir, til vara Árni Óðinsson

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar: Linda María Ásgeirsdóttir

Bæjarmálafundir eru komnir í sumarfrí en heimasíðan verður á vaktinni.  Samfylkingin á Akureyri vill nota tækifærið og þakka öllum nefndarmönnum sínum fyrir sitt frábæra starf á síðasta kjörtímabili og hvetur það til þátttöku í skugganefndum Samfylkingarinnar.

Be the first to comment on "Vilt þú taka þátt í skugganefndum?"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*