Auka aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri verður haldinn í kvöld kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Hver á Akureyri.
Dagskrá fundarins:
- Kosning eins aðalmanns og tveggja varamanna í stjórn félagsins fram að næsta reglubundna aðalfundi.
- Kosning þriggja einstaklinga í landsmálahóp á vegum félagsins.
- Framlagning starfs- og fjárhagsáætlunar félagsins skv. lögum félagsins.
- Lögð fram tillaga um heimild til veðsetningar á fasteign félagsins.
- ,,Hver á Akureyri”. Erindi Birgis Guðmundssonar, dósents við HA.
- Önnur mál.
Framlögð gögn á fundinum:
Erindisbréf fyrir bæjarmálahópinn | Erindisbréf fyrir landsmálahópinn |Erindisbréf fyrir skugganefndir | Starfsáætlun 2010 – 2011 | Veðheimild |Ályktun
Þeir sem gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins eða í landsmálahóp á vegum félagsins vinsamlegast sendið tilkynningu til formanns félagsins, Helenu Þ. Karlsdóttur, á netfangið helenaka@akureyri.is eða í síma 8628823.
Aðalfundur 60+
verður haldinn sama dag, 30. september, 19:30 í Lárusarhúsi. Venjuleg aðalfundastörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Félagsmenn í Samfylkingunni á Akureyri athugið.
Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldið að Skútustöðum í Mývatnssveit, laugardaginn 9. október nk. kl. 13:00. Boðið verður upp á hádegisverð milli kl. 12 og 13.
Þeir félagsmenn, sem ætla að vera fulltrúar félagsins á þinginu, tilkynni þátttöku sína til formanns Samfylkingarinnar á Akureyri.
Be the first to comment on "Auka aðalfundur í kvöld"