Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldið í Skjólbrekku Mývatnssveit, laugardaginn 9. október 2010,  kl. 13:00

Léttar veitingar verða í boði milli kl. 12:00 og 13:00.

Samfylkingin á Akureyri á einn fulltrúa fyrir hverja 10 aðildarfélagsmenn. Varamenn eru jafnmargir aðalmönnum.

Félagar í Samfylkingunni á Akureyri, sem hafa áhuga á að gerast fulltrúar á þinginu, verða að tilkynna þátttöku sína til formanns Samfylkingarinnar á Akureyri, Helenu Þ. Karlsdóttur, á netfangið helenaka@islandia.is eða í síma 862-8823.

Frestur til að tilkynna þátttöku er til og með 6. október.

Þeir sem fyrstir tilkynna sig teljast aðalmenn. Fari fjöldi þeirra sem tilkynna sig fram úr þeim fjölda sem aðalfulltrúafjöldinn er, teljast þeir sem umfram eru til varamanna og taka þeir sæti aðalmanna í þeirri röð sem þeir tilkynna sig.

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri

Be the first to comment on "Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*