Fundur með þingmönnum

merki XSFundur verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl 20 í Lárusarhúsi.

Þingmenn kjördæmisins verða á fundinum og ræða stöðu landsmála um þessar mundir.

Farið verður yfir helstu mál sem verið hafa í umræðunni:
Verður fiskveiðikerfinu breytt – og þá hvernig?
Hvað verður um stjórnlagaþingið – á að kjósa aftur, skipa þá 25 sem kosnir voru eða slá þingið af?
Hvað gerist næst í ESB umsóknarferlinu – verður það dregið til baka?
Lifir ríkisstjórnin þetta af?
Hvað gerist næst ?

Allir hvattir til að mæta til að fá upplýsingar og láta heyra í sér.

Kveðja

Kristján – Sigmundur Ernir – Jónína Rós

Be the first to comment on "Fundur með þingmönnum"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*