Ályktun aðalfundar Samfylkingarinnar á Akureyri, haldinn, fimmtudaginn 17. mars 2011

Samfylkingin á Akureyri fagnar þeim mikilvæga áfanga, sem stofnun félags um Vaðlaheiðargöng eru fyrir samgöngu- og atvinnumál á svæðinu. Með Vaðlaheiðargöngum tengjast saman atvinnusvæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum með öruggari hætti en nú er. Það styrkir mjög Norðurland sem heildstætt atvinnusvæði og er auk þess gríðarlegt öryggismál fyrir samgöngur, sérstaklega að vetrarlagi. Hófleg gjaldskylda er ásættanleg til að þessi framkvæmd komist á dagskrá nú þegar með þeim kostum sem því fylgir varðandi atvinnumál á svæðinu. Atvinnuleysi er of mikið í landinu þessi misseri og því mikilvægt að framkvæmdir geti hafist á sem flestum sviðum ekki síst í samgöngumálum.
Samfylkingin á Akureyri átelur að formenn félagasamtaka á borð við FÍB, tali þessar framkvæmdir niður í fjölmiðlum, í stað þess að fagna framkvæmdum sem stuðla að auknu umferðaröryggi.

Be the first to comment on "Ályktun aðalfundar Samfylkingarinnar á Akureyri, haldinn, fimmtudaginn 17. mars 2011"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*