Áskorun til ríkisstjórnar Íslands og Þingflokks Samfylkingarinnar:
Aðalfundar Samfylkingarinnar á Akureyri haldinn í Lárusarhúsi 17.mars 2011 samþykkir að skora á ríkisstjórnina og þingflokk Samfylkingarinnar að standa við fyrirheit í stefnu flokksins og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innköllun allra aflaheimilda. Fundurinn leggur áherslu á að skýr ákvæði um þjóðareign auðlinda verði fest í stjórnarskrá og að endurúthlutun tímabundinna aflaheimilda fari fram í opnum viðskiptum.
Áskorun til ríkisstjórnar Íslands og Þingflokks Samfylkingarinnar:
Aðalfundar Samfylkingarinnar á Akureyri haldinn í Lárusarhúsi 17.mars 2011 samþykkir að skora á ríkisstjórnina og þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér til árangurs fyrir skarpari og réttlátari uppstokkun fjármálakerfisins.
Fundurinn leggur áherslu að jafnaðarmenn komi á skilvirku eftirliti með fjármálamarkaði þannig að unnt verði að hemja áhættusækni og koma böndum á sjálftöku og græðgi samhliða því að réttarstaða lántakenda gagnvart lánakjörum og skilmálum verði bætt.
Be the first to comment on "Áskoranir frá aðalfundi Samfylkingarinnar á Akureyri"