Vel sóttur fundur með forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra voru framsögumenn á fjölsóttum opnum fundi Samfylkingarinnar á Akureyri sem haldinn var á Hótel KEA í s.l. þriðjudag

Forsætisráðherra fór yfir árangur ríkisstjórnarinnar sl. tvö ár og sagði að margt hefði áunnist. Björgunaraðgerðunum væri að mestu lokið og uppbyggingartímabilið að hefjast. Því væri mikilvægt að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vg héldi áfram til að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hafi. Hún sagði að ýmislegt hefði náðst fram sem hægri stjórn hefði ekki náð s.s. breytingar á skipan dómara, fagleg yfirstjórn yfir Seðalbankanum, peningastefnunefnd hefði verið sett á fót, forréttindi þingmanna og ráðherra hefðu verið afnumin, bann við vændiskaupum, ein hjúskaparlög og sanngirnisbætur svo eitthvað sé nefnt.

Þá fór hún yfir breytingar sem orðið hefðu í efnahagsumhverfinu en samdráttarskeiðið hafi verið stöðvað, skuldatryggingarálagið hefði lækkað og að stefnt væri að hallalausum fjarlögum árin 2013-2014. Hún sagði að margir hefðu liðið fyrir kreppuna en velferðarkerfið hefði verið varið og kaupmáttur þeirra sem lægstu hafa launin er hærri en fyrir hrun.

Jóhanna fór einnig yfir nýgerða kjarasamninga og mikilvægi þeirra fyrir framtíðina, stöðugleikann, hagvöxtinn, uppbyggingu atvinnilífsins og minna atvinnuleysis.

Velferðarráðherra kom inn á að menn væru fljótir að gleyma en sami söngur væri farinn að heyrast eins og var áratuginn fyrir hrun. Gagnrýnin á það sem gert hafi verið hefur oft verið óvægin og ekki hefur verið horft á það jákvæða.

Guðbjartur sagði nýgerða kjarasamninga vera mikilvæga til að fá púst inn í atvinnulífið og til þess að auka kaupmáttinn.  Hann ítrekaði að eldri borgarar og öryrkjar muni fá hækkun eins og samið var um.

Hann viðurkenndi að vinnan vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja hefði mátt ganga hraðar og að svo virðist sem bankarnir eigi erfitt með eftirfylgni þess sem búið er að ákveða. Mikilvægt væri að átta sig á stöðunni til að geta haldið áfram. Það ætti eftir að ná  til baka fórnarkostnaði hrunsins, mikilvægt væri að núverandi ríkisstjórn haldi áfram svo fórnarkostnaðurinn skili sér til borgaranna en ekki til fárra aðila.

Í almennum umræðum að loknum framsögum bar margt á góma s.s. lífeyriskerfið, staða eldri borgara, öryrkja og langaveikra barna, um staðan á aðgerðum til bjargar fyrirtækjum, sjávarútvegsmál, staða atvinnulausra, eldneytisverð, rammaáætlun um nýtingu og verndun náttúruauðlinda, Evrópusambandsaðild og upptaka nýs gjaldmiðils svo fátt eitt sé nefnt.

Fundarmenn lýstu yfir ánægju með fundinn og þær upplýsingar sem þar komu fram. Ábending koma fram að með sama hætti ætti að tala til landsmanna allra. Umræðan í samfélaginu væri neikvæð og úr því þurfi að bæta.

Be the first to comment on "Vel sóttur fundur með forsætisráðherra"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*