Landsfundur Samfylkingarinnar

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í Valsheimilinu v/Hlíðarenda í Reykjavík helgina 21.-23. október

Til undirbúnings fyrir landsfundinn ætlar Samfylkingin á Akureyri að halda fjóra undirbúningsfundi fyrir landsfundinn þar sem ræddar verða tillögur laganefndar og málefnanefnda flokksins.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni tillagnanna og mæta á fundina og taka þátt í að móta lög og stefnu flokksins.

Fundaáætlun Samfylkingarinnar á Akureyri í tengslum við landsfund flokksins

Allir fundirnir eru haldnir í Lárusarhúsi v/Eiðsvallagötu 18 og hefjast kl. 20 nema kjördæmisþingið sem haldið er í Brekkuskóla.

Mánudagur                     3. okt. kl. 20-22                  Fundur um breytingar á lögum Samfylkingarinnar.

Fimmtudagur                 6. okt. kl. 20-22                    Fundur um efnahags- og viðskiptamál, lýðræði og mannréttindi og umhverfismál.

Laugardagur               8. okt. kl. 11-16                      Kjördæmisþing í Brekkuskóla.

Mánudagur                 10. okt. kl. 20-22                    Fundur um mennta- og menningarmál, sveitarstjórnar- sveitarstjórnarmál og velferðarmál.

Fimmtudagur              13. kl. 20-22                           Fundur um atvinnumál, jöfnuð og samfélagsmál og utanríkis- og Evrópumál.

Fjöldi fólks, alls staðar að af landinu, hefur tekið þátt í málefnastarfi Samfylkingarinnar og lagt af mörkum dýrmæta þekkingu sem leggur grunn að stefnumörkun flokksins. Af hálfu framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar hefur mikil áhersla hefur verið lögð á aukið samráð við félagsmenn við stefnumótun flokksins og er það í samræmi við tillögur umbótanefndar flokksins. Tillögur málefndanefnda flokksins eru þó aðeins áfangi á lengri leið og víðtækara samráði, og er komið að aðildarfélögum að halda málefnastarfinu áfram með kynningum og umræðum á vettvangi flokksins. Aðildarfélögunum er ætlað að skila inn skriflegum athugasemdum og ábendingum við tillögurnar.

Skil á lagabreytingum til Samfylkingarinnar er 7. okt.

Skil á umsögnum til Samfylkingarinnar um tillögur málefnanefnda er 14. okt.

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri

Tillögur málefnanefnda(pdf skjal)

Be the first to comment on "Landsfundur Samfylkingarinnar"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*