Nýr formaður Samfylkingarinnar á Akureyri

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri var haldinn í Lárusarhúsi síðastliðinn fimmtudag. Helena Þ. Karlsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar og Hallur Heimisson skýrði ársreikning félagsins en félagið var rekið réttu megin við núllið síðasta ár. Það var erfitt ár í rekstri en þó horfir til betri tíðar. Kosning til stjórnar fór fram á fundinum og þurfti að kjósa formann og stjórn til eins árs. Pétur Maack Þorsteinsson var sjálfkjörinn formaður þar sem Helena Þ. Karlsdóttir dró framboð sitt tilbaka. Í stjórn félagsins voru kosin Jón Ingi Cæsarsson, Hallur Heimisson, Sædís Gunnarsdóttir og Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir. Til vara eru: Eiríkur Jónsson og Valdís Anna Jónsdóttir.

Fráfarandi stjórn kynnti stefnumótandi aðgerðir 2012-2014 og var mjög vel tekið í þær hugmyndir sem þar voru kynntar og nýkjörinni stjórn falið að vinna með þær. Ályktun frá stjórninni þar sem ríkisstjórnin var hvött áfram til dáða var samhljóða samþykkt. Að lokum ávörpuðu þingmenn kjördæmisins fundinn og gerðu stjórnmálaástandið að umtalsefni sínu.

Samfylkingin á Akureyri þakkar fráfarandi stjórn fyrir sín störf og einnig Helenu Karlsdóttir fráfarandi formanni fyrir sitt óeigingjarnt starf á undanförnum árum.

Be the first to comment on "Nýr formaður Samfylkingarinnar á Akureyri"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*