Hermann Jón kveður

Ég er nýkominn af mínum síðasta bæjarráðsfundi. Á fundinum lagði ég fram beiðni um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi og set þar með punktinn aftan við þennan kafla í lífi mínu. Logi Már Einarsson er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og mun örugglega gegna því hlutverki með sóma.
Ég fer nú í námsorlof til Ameríku og hyggst kynna mér sérstaklega notkun tölva og upplýsingatækni í námi og kennslu. Bára og yngsti sonur okkar, Bjarki, koma að sjálfsögðu með til vetrardvalar.
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á liðnum árum og óska ykkur alls hins besta í framtíðinni. Það hafa skipst á skyn og skúrir en þegar upp er staðið hafa þessi 10 ár verið ánægjuleg og að mínu viti hafa þau á mörgum sviðum skilað því sem að var stefnt, bættum lífskilyrðum fyrir íbúa Akureyrar á forsendum jafnaðarmanna.

Hermann Jón Tómasson

1 Trackbacks & Pingbacks

  1. Samfylkingin

Leave a comment

Your email address will not be published.


*