Tilkynning frá stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri.
Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður laugardaginn 22. september á Fosshótel Húsavík og stendur frá 11.00–16.00. Helstu mál á dagskrá þingsins eru kosningar í stjórn og aðrar stofnanir kjördæmisins, t.d. prófkjörsstjórn.
Auk þess sem tekin verður ákvörðun um fyrirkomulag vals frambjóðenda á framboðslista vegna alþingiskosninga vorið 2013, valið verður á milli þeirra valkosta sem samþykktir voru á síðasta flokksstjórnarfundi þann 25. ágúst.
Nánari upplýsingar um dagskrá birtast í auglýsingu frá stjórn kjördæmisráðs í vikunni.
Þeir félagar í Samfylkingunni á Akureyri sem vilja mæta á þingið með atkvæðisrétti sendi boð um það í síma 825 1176 eða 899 8335 eða tölvupósta á jonc@simnet.is eða hallur@hagtjonustan.is í síðasta lagi mánudaginn 17. september 2012. Samfylkingin á Akureyri á 1 fulltrúa fyrir hverja 10 félagsmenn sem skráðir eru í félagatali.
Be the first to comment on "Ætlar þú ekki á kjördæmisþing?"