Félagsfundur samþykkir uppstillingu

Eftirfarandi tillaga var samþykkt á félagsfundi í kvöld:

xs_kula2014Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri leggur til við félagsfund, haldinn í Lárusarhúsi 21. nóvember 2013, að kosin verði uppstillingarnefnd til að velja frambjóðendur á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014.  Uppstillingarnefnd skal auglýsa eftir frambjóðendum, en henni er einnig heimilt að hafa frumkvæði að því að finna frambjóðendur og raða á framboðslistann.  Verði ákveðið að fara í sameiginlegt framboð með öðrum flokkum eða samtökum skal uppstillinganefnd með sama hætti raða í þau sæti framboðslistans sem koma í hlut Samfylkingarinnar.
Þegar uppstillinganefnd hefur lokið störfum verður tillaga hennar fyrst kynnt stjórn og svo lögð fyrir félagsfund Samfylkingarinnar á Akureyri.
Stjórnin leggur til að uppstillingarnefnd verði þannig skipuð að Unnar Jónsson verði formaður, og með honum starfi Kristín Sóley Sigursveinsdóttir og Hreinn Pálsson, til vara sé Eiríkur Jónsson.

Samþykkt á félagsfundi þann 22.11.2013.

Be the first to comment on "Félagsfundur samþykkir uppstillingu"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*