Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda komnir í heimabanka

Þeir sem greiða félagsgjöldin fyrir gjalddaga geta fengið áritað eintak af Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson

Dregnir verða út tveir félagsmenn sem greiða félagsgjöldin fyrir gjalddaga og fá áritað eintak af Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson

Greiðsluseðill vegna félagsgjalda er kominn í heimabanka félaga Samfylkingarinnar á Akureyri.  Félagsgjaldið sem er 2.500 kr. var samþykkt á aðalfundi í mars.  Allir félagar fá seðil í heimabankann sinn.  Gjalddagi seðlana er 23.12 n.k. en að morgni aðfangadags verður dregið úr nöfnum félaga sem hafa greitt félagsgjaldið og munum við keyra til viðkomandi.

Félagsgjaldið er nauðsynleg fjáröflun félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en þau eru nýtt í að styrkja félagsstarfið og ef vel gengur að bæta úr fundaraðstöðu félagsins í Lárusarhúsi.

Allar fyrirspurnir vegna félagsgjalda er hægt að senda á joijons@xsakureyri.is

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri

Be the first to comment on "Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda komnir í heimabanka"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*