Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Akureyri sem haldinn var 13. apríl s.l. var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Samfylkingin á Akureyri styður kröfur launafólks um hækkun lágmarkslauna í 300.000 í samræmi við kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar.
Samfylkingin á Akureyri lýsir þungum áhyggjum af verk- og getuleysi ríkisstjórnarflokkanna. Uppnám á vinnumarkaði, stefnuleysi í húsnæðismálum, kjaramálum, gjaldmiðilsmálum, utanríkis- og velferðarmálum stefnir framtíð komandi kynslóða í hættu.
Stefnuleysi þeirra er hættulegt og skortur á framtíðarsýn er sérstakt áhyggjuefni.
Ríkisstjórnin er rúin trausti og sniðgengur Alþingi í hverju málinu á fætur öðru. Einu boðlegu viðbrögðin eru að forsætisráðherra skili umboði sínu til forseta og óski eftir kosningum í haust.
Be the first to comment on "Ályktun frá Samfylkingunni á Akureyri"