Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkveldi var samþykkt einróma að Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri sameinuðust. Lengi hefur verið stefnt að sameiningu og nú er loksins orðið að því. Samfylkingarfélagar í Eyjafjarðarsveit eru því nú fullgildir meðlimir í Samfylkingunni á Akureyri.
Ný stjórn var svo kosin á sama fundi. Formaður var endurkjörin Jóhann Jónsson. Með honum í stjórn eru: Sigríður Huld Jónsdóttir, Ólína Freysteinsdóttir, Tryggvi Gunnarsson og Jón Ingi Cæsarsson. Til vara er: Rögnvaldur Símonarson og Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir.
Be the first to comment on "Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit sameinast Samfylkingunni á Akureyri"