Undirbúningur landsfundar og kjördæmisfundar

Framundan eru tveir fundir þar sem Samfylkingin þarf að kjósa um fulltrúa sína á fundinum.  Þeir sem óska eftir að vera fulltrúar á kjördæmisfundi 7. maí n.k. og/eða á landsfundi Samfylkingarinnar þurfa að senda upplýsingar um það til formanns félagsins Jóhanns Jónssonar á joijons78@gmail.com.

Kjördæmisfundur

Kjördæmisfundur Samfylkingarinnar í NA kjördæmi verður haldinn laugardaginn 7. maí n.k. í húsi Björgunarsveitarinnar Súlna í Hjalteyrargötu kl. 12-17.
Dagskrá þingsins:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar kjördæmisráðs lagðir fram
4. Kosningar
-Formaður
-Gjaldkeri
-Aðrir í stjórn og varastjórn
-Skoðunarmenn reikninga
-Fulltrúar í flokksstjórn
-Kosning kjörstjórnar
5. Umræður um undirbúning kosninga
6. Önnur mál

Landsfundur

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn 3. – 4. júní n.k. þar sem kynntar verða niðurstöður allsherjaratkvæðagreiðslu í formannskjöri, kosið verður í öll embætti og auk þess verður hafinn undirbúningur kosninga í haust.

Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst en skil á landsfundarfulltrúum er 11. maí n.k.

Nánari upplýsingar veitir formaður í netfangi joijons78@gmail.com eða í síma 660-7981.

Be the first to comment on "Undirbúningur landsfundar og kjördæmisfundar"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*