Lárusarhús afhent nýjum eiganda

Mánudaginn 8. janúar var Gleypni ehf afhent Lárusarhús en Samfylkingin seldi húsið í október. Helgina 6.-7. janúar kom fjöldi sjálfboðaliða í Lárusarhús og unnu við að tæma húsið. Verkið gekk mjög vel fyrir sig en talsvert miklu magni var hent sem var inn í húsinu. Allar myndir sem voru í myndasafni Norðurlands ásamt myndum úr félagastarfi síðustu áratuga var komið á Minjasafnið. Fundarbækur voru settar á Héraðsskjalasafnið.

Það er hollt fyrir félagasamtök að fara í gegnum svona tiltekt en margar skemmtilegar og góðar minningar voru rifjaðar upp í tiltektinni. Stjórnin er núna að vinna í því að skoða möguleika í húsnæðismálum og verður boðað til félagsfundar um það vonandi fljótlega.

Be the first to comment on "Lárusarhús afhent nýjum eiganda"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*