Fréttir af flokksstarfi að loknum landsfundi Samfylkingarinnar

 

Reykjavík, 21. desember 2020

Kæri félagi,
nú er landsfundurinn um garð genginn. Okkur þykir vel hafa til tekist að halda landsfund með þessu sniði, þ.e. gegnum netið þar sem félagar sátu heima og tóku þátt í bæði umræðum og kosningum. Sennilega er þessi nýi veruleiki kominn til að vera, að landsfundir framtíðarinnar verði bæði haldnir í raunheimum og gegnum netið.
Landsfundurinn kaus nýja framkvæmdastjórn sem hefur þegar tekið til starfa, haldið sinn fyrsta fund og sett mörg verkefni á dagskrá. Meðal verkefnanna eru:

  • Átak í söfnun netfanga meðal félaga
  • Átak í eflingu starfs aðildarfélaga
  • Framhald málefnastarfs fram að flokksstjórnarfundi 13. mars nk.
  • Skipulag á námskeiðahaldi og þjálfun meðal flokksfólks.
Fundurinn kaus 4 félaga í laganefnd flokksins og ákvað að auglýsa eftir 5 félögum í fræðsluráð og fjármálaráð.
VILT ÞÚ SITJA Í FRÆÐSLURÁÐI FLOKKSINS?
Framkvæmdastjórn kýs formann fræðsluráðs úr sínum röðum og 4 aðra félaga.
Við auglýsum eftir 4 félögum sem vilja sinna fræðslu og námskeiðahaldi fyrir flokksfólk. Ef þú hefur áhuga á að sitja í fræðsluráði þá vinsamlega gefðu þig fram við flokkinn með því að senda póst á kjartan@samfylking.is.
VILT ÞÚ SITJA Í FJÁRMÁLARÁÐI FLOKKSINS?
Kosningaár fer í hönd. Miklu skiptir að koma núverandi ríkisstjórn frá og koma að ríkisstjórn fólksins, jöfnuðar og réttlætis. Allt kostar peninga og framkvæmdastjórninni ber að skipa 4 í fjármálaráð flokksins sem gjaldkerinn, Hákon Óli Guðmundsson, vetir forystu. Ef þú hefur áhuga á að starfa í fjármálaráðinu, láttu okkur þá vita með því að senda póst á kjartan@samfylking.is
SAMBANDIÐ VIÐ FLOKKSFÓLK – OKKUR VANTAR FLEIRI NETFÖNG
Það skiptir flokkinn og hreyfinguna miklu máli að geta komið skilaboðum til flokksmanna. Í flokknum eru nú um 15.000 félagar og við eigum netföng hjá um helmingi.
Þú ert auglóslega í hópi þeirra flokksmanna sem við eigum netfangið hjá, takk fyrir það.
Við ætlum að safna netföngum hjá þeim sem sem við eigum ekki netföngin hjá. Formenn aðildarfélaganna hafa forystu fyrir söfnuninni í nánu samráði for kjördæmisráðin og skrifstofu flokksins.
Það væri mjög gott ef þú gætir aðstoðað þitt aðildarfélag við að hringja í félaga og fá hjá þeim netföng. Vinsamlega settu þig í samband við þinn formann, upplýsingar um aðildarfélög Samfylkingarinnar eru hér: https://xs.is/felogin
Framhald málefnastarfs fram að flokksstjórnarfundi 13. mars 
Nú er málefnastarfið að fara í gang aftur. Ákveðið var að fresta afgreiðslu málefna til fyrsta flokksstjórnarfundar eftir landsfund sem verður haldinn laugardaginn 13. mars nk. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, stýrir málefnavinnunni fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar. Frekari upplýsingar verða settar á heimasíðu flokksins um vinnuna framundan og við hvetjum ykkur til að taka þátt í starfi málefnanefndanna og hvetja ykkar félaga til hins sama.
Miðað er við að málefnanefndir skili niðurstöðum sínum fyrir 1. febrúar og þá verða niðurstöður þeirra sendar aðildarfélögum skv. lögum flokksins (um landsfund).
Ólafur Kjaran hefur verið ráðinn í hálft starf fram að flokksstjórnarfundi til að aðstoða málefnanefndirnar.
Skipulag á námskeiðahaldi og þjálfun meðal flokkafólks
Námskeiðahald verður gert að föstum lið í starfi flokksins. Við viljum gjarnan ræða við ykkur fyrirkomulag námskeiða. Þegar er byrjað að halda námskeiðið Hvað er jafnaðarstefnan? byggt á samnefndri bók eftir Ann-Marie Lindgren og Ingvar Carlsson. Námskeiðið er 3 kvölda námskeið, bókin er 6 kaflar og eru 2 kaflar teknir fyrir í hvert sinn. Námskeiðið er mjög gott inngangsnámskeið sem allir félagar, sérstaklega nýir, ættu að sækja. Látið okkur vita á skrifstofunni ef þið hafið áhuga á að við höldum námskeið fyrir ykkar félagsfólk.
Nýliðanámskeið verða gerð að föstum lið í starfi flokksins og verða haldin mánaðarlega, annan þriðjudag í mánuði kl. 17:30 – 18:30. Þetta verða fyrst um sinn zoom námskeið og geta nýir félagar alls staðar að af landinu tekið þátt. Fyrsta námskeiðið verður haldið 12. janúar 2021. 
Önnur námskeið sem rætt hefur verið um gætu verið
  • Saga verkalýðshreyfingarinnar
  • Saga kvennahreyfingarinnar
  • Námskeið fyrir forystufólk í aðildarfélögum um fundasköp, fundargerðir, skjalastjórnun, ársreikninga, heimasíður, öflun nýrra félaga, stjórnun sjálfboðaliðastarfs, hringingar, kosningabaráttu.
  • Námskeið um ræðuskrif og -flutning.
  • Námskeið um samfélagamiðla, twitter, instagram og gerð myndbanda.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ég sendi ykkur, kæru félgar, óskir um gleðileg jól og farsælt komandi kosningaár.

Með góðri kveðju,
Kjartan Valgarðsson
Formaður framkvæmdastjórnar
SAMFYLKINGIN
Sóltúni 26 105 Reykajvík
Sími: 896-1357
kjartan@samfylkingin.is