Archive for Samfylkingin Akureyri

Val á framboðslista og landsfundur

Mánudaginn 29. janúar n.k. er félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri. Hann verður haldinn á 2. hæð Greifans og hefst kl. 20.

Þar verður lögð fram tillaga stjórnar um val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí n.k.:


Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri leggur til að stillt verði upp á lista framboðsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí n.k.
Það skal upplýsast að formaður félagsins lýsti yfir vanhæfi sínum í umræðum á stjórnarfundum um þessi mál og vék hann af fundi þegar málefni sveitarstjórnarkosninga voru til umræðu.

Að loknum umræðum um sveitarstjórnarkosningar verður farið yfir tillögu að stefnu Samfylkingarinnar sem lögð verður fram á landsfundi flokksins þann 2.-3. mars n.k. Stefnan er í viðhengi og verður umræðunni skipt eftir köflum. Hafir þú áhuga á að vera kaflastjóri yfir ákveðnum kafla þá endilega hafðu samband ástjornin@xsakureyri.is. Kaflastjóri stýrir umræðu á félagsfundinum um viðkomandi kafla, tekur niður punkta og kemur tillögum að breytingum til stjórnar sem sendir til ritstjórnar landsfundar.

Hafir þú áhuga á að vera fulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri á landsfundi þá endilega skráðu þig á stjornin@xsakureyri.is en listum fulltrúa þarf að skila eigi síðar en 9. febrúar n.k.

Eitt samfélag fyrir alla_Tillaga að stefnu Samfylkingarinnar fyrir landsfund 2018

Landsfundur Samfylkingarinnar 2. – 3. mars n.k.

Helgina 2.-3. mars n.k. verður landsfundur Samfylkingarinnar á Hotel Natura í Reykjavík. Samfylkingin á Akureyri mun boða til félagsfundar þann 29. janúar n.k. þar sem verður farið yfir niðurstöður málefnanefndar og geta þá félagsmenn komið með breytingartillögur eða nýjar ályktanir sem lagðar verða fyrir landsfundinn.

Smellið á linkinn hér að neðan til að lesa tillöguna:

Eitt samfélag fyrir alla_Tillaga að stefnu Samfylkingarinnar fyrir landsfund 2018

 

Lárusarhús afhent nýjum eiganda

Mánudaginn 8. janúar var Gleypni ehf afhent Lárusarhús en Samfylkingin seldi húsið í október. Helgina 6.-7. janúar kom fjöldi sjálfboðaliða í Lárusarhús og unnu við að tæma húsið. Verkið gekk mjög vel fyrir sig en talsvert miklu magni var hent sem var inn í húsinu. Allar myndir sem voru í myndasafni Norðurlands ásamt myndum úr félagastarfi síðustu áratuga var komið á Minjasafnið. Fundarbækur voru settar á Héraðsskjalasafnið.

Það er hollt fyrir félagasamtök að fara í gegnum svona tiltekt en margar skemmtilegar og góðar minningar voru rifjaðar upp í tiltektinni. Stjórnin er núna að vinna í því að skoða möguleika í húsnæðismálum og verður boðað til félagsfundar um það vonandi fljótlega.

Félagsfundur um Lárusarhús

Stjórn félagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20. Umræðuefni er kauptilboð í hús félagsins, Lárusarhús.

 

Leikskólamálin í bænum okkar

Hávær umræða fer nú fram í fjölmiðlum og á Fésbókarsíðum um þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Í þeirri umræðu hefur verið skortur á réttum upplýsingum um stöðu mála þó svo að þeim hafi verið komið áleiðis og mikilvægt að halda þeim til haga.

Innritun fer fram í grunnskóla alla jafna á haustin og það sama á við um leikskólana nema í þeim tilvikum þegar börn flytja í bæinn en þá er lagt kapp á að bregðast við. Allar áætlanir sem gerðar eru miðast við þær upplýsingar sem fyrir liggja hverju sinni. Read more