Archive for Samfylkingin Akureyri

Félagsfundur 3. febrúar 2016

Stjórn Samfylkingarinnar auglýsir félagsfund í Lárusarhúsi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.  Umræðuefni fundarins er staða Samfylkingarinnar á landsvísu.  Eftir þessum fundi var óskað af félagsmönnum Samfylkingarinnar á Akureyri.  Ef félagsmenn hafa áhuga á því að leggja fram ályktanir fyrir fundinn þá þurfa þær að hafa borist stjórn í það minnsta sólarhring fyrir fund.

Stjórnin

Félagsfundur 1. október n.k.

Stjórn Samfylkingarinnar hefur blásið til félagsfundar fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20.  Samkvæmt lögum skal stjórn leggja fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir veturinn.

Auk umræðu um starfsáætlun ætlar stjórnin að óska eftir umboði félagsmanna til að kanna mögulega sölu Lárusarhúss og þá hvað kostir standa félaginu til boða í öðru húsnæði.  Það má reikna með góðri umræðu um þessi mál.

Dagbjört í stjórn Kvennahreyfingarinnar

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi (19. sept) var Dagbjört Pálsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar kosin í stjórn Kvennahreyfingarinnar.  Það er mikilvægt að landsbyggðin eigi aðila í sem flestum stjórnum Samfylkingarinnar og því gleðilegt að Akureyringur hafi komist inn í stjórnina.  Við óskum Dagbjörtu til hamingju með kjörið.

Ályktun frá Samfylkingunni á Akureyri

Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Akureyri sem haldinn var 13. apríl s.l. var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Samfylkingin á Akureyri styður kröfur launafólks um hækkun lágmarkslauna í 300.000 í samræmi við kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar.

Samfylkingin á Akureyri lýsir þungum áhyggjum af verk- og getuleysi ríkisstjórnarflokkanna.  Uppnám á vinnumarkaði, stefnuleysi í húsnæðismálum, kjaramálum, gjaldmiðilsmálum, utanríkis- og velferðarmálum stefnir framtíð komandi kynslóða í hættu.

Stefnuleysi þeirra er hættulegt og skortur á framtíðarsýn er sérstakt áhyggjuefni.

Ríkisstjórnin er rúin trausti og sniðgengur Alþingi í hverju málinu á fætur öðru. Einu boðlegu viðbrögðin eru að forsætisráðherra skili umboði sínu til forseta og óski eftir kosningum í haust.

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri verður haldinn í Lárusarhúsi mánudaginn 13. apríl kl. 20.

Dagskrá aðalfundarins

  • Ákvörðun um starfsmenn fundarins
  • Skýrsla stjórnar,
  • Ársreikningar félagins fyrir næstliðið ár lagðir fram
  • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns,
  • Kosning annarra stjórnarmanna,
  • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
  • Ákvörðun um árgjald félagsins
  • Önnur mál.