Archive for Ályktanir

Samfylkingin á Akureyri ályktar um að flýta landsfundi

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fjölmennum félagsfundi í kvöld:

Undanfarin misseri hefur fylgi við Samfylkinguna verið alls óviðunandi.  Núverandi forystu Samfylkingarinnar hefur ekki tekist að skapa traust kjósenda á flokknum. Til að ná Samfylkingunni upp úr þeirri djúpu lægð sem hún er nú í telur Samfylkingin á Akureyri nauðsynlegt að boðað verði til landsfundar fyrir vorið. Þar gefist forystunni tækifæri til að endurnýja umboð sitt  eða nýr formaður og  forysta verði kjörin.  Það má ekki seinna vera til að nýrri forystu gefist tími til að undirbúa málefni, efla starf flokksins og stuðla að endurnýjun fyrir næstu alþingiskosningar.

Jafnaðarstefnan á mikinn stuðning meðal Íslendinga og jafnaðarmenn á Íslandi þurfa að endurvinna traust kjósenda.  Til að svo megi verða er nauðsynlegt að kjósendur trúi því að Samfylkingin standi vörð um hefðbundin baráttumál jafnaðarmanna.

Samfylkingin á Akureyri hvetur önnur samfylkingarfélög til að taka undir þessa ályktun.  Í stöðu eins og nú er uppi verða almennir flokksmenn að láta til sín taka þegar forystunni hefur mistekist að halda baráttumálunum á lofti og knýja fram nauðsynlegar þjóðfélagsbreytingar fyrir almenning á Íslandi.

Ályktun frá Samfylkingunni á Akureyri

Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Akureyri sem haldinn var 13. apríl s.l. var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Samfylkingin á Akureyri styður kröfur launafólks um hækkun lágmarkslauna í 300.000 í samræmi við kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar.

Samfylkingin á Akureyri lýsir þungum áhyggjum af verk- og getuleysi ríkisstjórnarflokkanna.  Uppnám á vinnumarkaði, stefnuleysi í húsnæðismálum, kjaramálum, gjaldmiðilsmálum, utanríkis- og velferðarmálum stefnir framtíð komandi kynslóða í hættu.

Stefnuleysi þeirra er hættulegt og skortur á framtíðarsýn er sérstakt áhyggjuefni.

Ríkisstjórnin er rúin trausti og sniðgengur Alþingi í hverju málinu á fætur öðru. Einu boðlegu viðbrögðin eru að forsætisráðherra skili umboði sínu til forseta og óski eftir kosningum í haust.

Ályktun frá félagsfundi

Ályktun frá félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri.
Samfylkingin á Akureyri skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um fjármögnun Vaðlaheiðarganga áður en tilboð í verkið rennur út þann 14. júní næstkomandi.
Samþykkt á félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri  7. júní 2012.

Ályktanir félagsfundar

Almennur félagsfundur var haldinn í Lárusarhúsi í gærkveldi um Landsdómsmálið.  Gestir fundarins voru þingmenn kjördæmisins þau Kristján L. Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir.  Þau fóru yfir sína sannfæringu í málinu.  Kristján fór vel yfir Landsdómsmálið og sagði sína afstöðu óbreytta frá hausti 2010 og lýstu þau öll yfir óbreyttri skoðun sinni.  Sigmundur Ernir fór yfir ástæður þess að hann kallaði ekki til varamann og þá hinar nýju reglur Alþingis hvað varðar að kalla til varamann.  Jónína taldi málið í farvegi og Alþingi hætti ekki að íhlutast í málinu að svo stöddu og því hafi hún stutt frávísunartillöguna.

Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Read more

Stjórn Akureyrarstofu lýsir furðu sinni á ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Helena Karlsdóttir er fulltrúi Samfylkingarinnar í Stjórn Akureyrarstofu

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að forsendur fyrir Vaðlaheiðargöngum hafa ekki breyst og því ljóst að framkvæmdir geta hafist á árinu 2012 eins og áður hafði verið ákveðið. Stjórnin lýsir furðu sinni á ákvörðun
umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að senda málið til úttektar hjá Ríkisendurskoðun nú þegar málið er komið á lokastig en það mun óhjákvæmilega fresta málinu um ótiltekinn tíma. Forsendur framkvæmdarinnar eru byggðar á vinnu sem fram fór þegar viðræður við lífeyrissjóðina um samgönguframkvæmdir áttu sér stað og hafa ekkert breyst síðan þá.
Read more