Archive for Fréttir

Aðalfundur Samfylkingarinnar 21. mars kl. 20

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri fer fram mánudaginn 21. mars kl. 20.  Stjórnin mun bera upp tillögu um sameiningu Samfylkingarfélagana á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit.  Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit hefur samþykkt sameiningu.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa í stjórn eru beðnir um að setja sig í samband við Unnar Jónsson, formann kjörstjórnar í tölvupósti á unnar@live.com.  Dagbjört Pálsdóttir hefur ákveðið að hætta í stjórn auk þess sem Páll Jóhannesson hættir sem skoðunarmaður.

Dagskrá fundarins þannig:

 • Ákvörðun um starfsmenn fundarins
 • Skýrsla stjórnar,
 • Ársreikningar félagins fyrir næstliðið ár lagðir fram – sjá neðangreint
 • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,
 • Sameining Samfylkingarfélagana á Akureyri
 • Lagabreytingar – sjá neðangreint
 • Kosning formanns,
 • Kosning annarra stjórnarmanna,
 • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
 • Kosning kjörstjórnar til eins árs
 • Ákvörðun um árgjald félagsins
 • Önnur mál.

arsreikningur2015

lagabreytingar

Log Samfylkingarinnar a Akureyri samthykkt a adalfundi 12.03.12

Reglur um fundarsköp

Dagbjört í stjórn Kvennahreyfingarinnar

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi (19. sept) var Dagbjört Pálsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar kosin í stjórn Kvennahreyfingarinnar.  Það er mikilvægt að landsbyggðin eigi aðila í sem flestum stjórnum Samfylkingarinnar og því gleðilegt að Akureyringur hafi komist inn í stjórnina.  Við óskum Dagbjörtu til hamingju með kjörið.

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri verður haldinn í Lárusarhúsi mánudaginn 13. apríl kl. 20.

Dagskrá aðalfundarins

 • Ákvörðun um starfsmenn fundarins
 • Skýrsla stjórnar,
 • Ársreikningar félagins fyrir næstliðið ár lagðir fram
 • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,
 • Lagabreytingar
 • Kosning formanns,
 • Kosning annarra stjórnarmanna,
 • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
 • Ákvörðun um árgjald félagsins
 • Önnur mál.

 

Undirbúningur landsfundar 2015

xsak_kulaFyrir landsfund Samfylkingarinnar sem fer fram 20.-21. mars n.k. hafa verið að störfum málefnanefndir.  Þær hafa nú skilað af sér til aðildarfélaga og mun stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri boða til tveggja funda um tillögurnar.

Allar upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Jólablað Samfylkingarinnar gefið út

jolablad2014_forsidaÍ dag kom út jólablað Samfylkingarinnar á Akureyri.  Magnús Aðalbjörnsson er í í ítarlegu viðtali og Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar segir frá fyrstu jólunum sínum á Íslandi er hún var 17 ára gömul.

Hægt er að skoða blaðið með að smella á myndina.