Archive for Fréttir

Landsfundur Samfylkingarinnar – fulltrúar

Ef þú hefur áhuga á því að vera fulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri á landsfundi Samfylkingarinnar þann 3.-4. júní á Grand Hótel Reykjavík þá er síðasti skráningardagur 11. maí kl. 20.  Vinsamlegast skráið ykkur með að senda tölvupóst á joijons78@gmail.com

Undirbúningur landsfundar og kjördæmisfundar

Framundan eru tveir fundir þar sem Samfylkingin þarf að kjósa um fulltrúa sína á fundinum.  Þeir sem óska eftir að vera fulltrúar á kjördæmisfundi 7. maí n.k. og/eða á landsfundi Samfylkingarinnar þurfa að senda upplýsingar um það til formanns félagsins Jóhanns Jónssonar á joijons78@gmail.com.

Kjördæmisfundur

Kjördæmisfundur Samfylkingarinnar í NA kjördæmi verður haldinn laugardaginn 7. maí n.k. í húsi Björgunarsveitarinnar Súlna í Hjalteyrargötu kl. 12-17.
Dagskrá þingsins:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar kjördæmisráðs lagðir fram
4. Kosningar
-Formaður
-Gjaldkeri
-Aðrir í stjórn og varastjórn
-Skoðunarmenn reikninga
-Fulltrúar í flokksstjórn
-Kosning kjörstjórnar
5. Umræður um undirbúning kosninga
6. Önnur mál

Landsfundur

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn 3. – 4. júní n.k. þar sem kynntar verða niðurstöður allsherjaratkvæðagreiðslu í formannskjöri, kosið verður í öll embætti og auk þess verður hafinn undirbúningur kosninga í haust.

Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst en skil á landsfundarfulltrúum er 11. maí n.k.

Nánari upplýsingar veitir formaður í netfangi joijons78@gmail.com eða í síma 660-7981.

Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit sameinast Samfylkingunni á Akureyri

Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkveldi var samþykkt einróma að Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri sameinuðust.  Lengi hefur verið stefnt að sameiningu og nú er loksins orðið að því.  Samfylkingarfélagar í Eyjafjarðarsveit eru því nú fullgildir meðlimir í Samfylkingunni á Akureyri.

Ný stjórn var svo kosin á sama fundi.  Formaður var endurkjörin Jóhann Jónsson.  Með honum í stjórn eru: Sigríður Huld Jónsdóttir, Ólína Freysteinsdóttir, Tryggvi Gunnarsson og Jón Ingi Cæsarsson.  Til vara er: Rögnvaldur Símonarson og Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir.

Aðalfundur Samfylkingarinnar 21. mars kl. 20

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri fer fram mánudaginn 21. mars kl. 20.  Stjórnin mun bera upp tillögu um sameiningu Samfylkingarfélagana á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit.  Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit hefur samþykkt sameiningu.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa í stjórn eru beðnir um að setja sig í samband við Unnar Jónsson, formann kjörstjórnar í tölvupósti á unnar@live.com.  Dagbjört Pálsdóttir hefur ákveðið að hætta í stjórn auk þess sem Páll Jóhannesson hættir sem skoðunarmaður.

Dagskrá fundarins þannig:

 • Ákvörðun um starfsmenn fundarins
 • Skýrsla stjórnar,
 • Ársreikningar félagins fyrir næstliðið ár lagðir fram – sjá neðangreint
 • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,
 • Sameining Samfylkingarfélagana á Akureyri
 • Lagabreytingar – sjá neðangreint
 • Kosning formanns,
 • Kosning annarra stjórnarmanna,
 • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
 • Kosning kjörstjórnar til eins árs
 • Ákvörðun um árgjald félagsins
 • Önnur mál.

arsreikningur2015

lagabreytingar

Log Samfylkingarinnar a Akureyri samthykkt a adalfundi 12.03.12

Reglur um fundarsköp

Dagbjört í stjórn Kvennahreyfingarinnar

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi (19. sept) var Dagbjört Pálsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar kosin í stjórn Kvennahreyfingarinnar.  Það er mikilvægt að landsbyggðin eigi aðila í sem flestum stjórnum Samfylkingarinnar og því gleðilegt að Akureyringur hafi komist inn í stjórnina.  Við óskum Dagbjörtu til hamingju með kjörið.