Archive for Greinar

Leikskólamálin í bænum okkar

Hávær umræða fer nú fram í fjölmiðlum og á Fésbókarsíðum um þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Í þeirri umræðu hefur verið skortur á réttum upplýsingum um stöðu mála þó svo að þeim hafi verið komið áleiðis og mikilvægt að halda þeim til haga.

Innritun fer fram í grunnskóla alla jafna á haustin og það sama á við um leikskólana nema í þeim tilvikum þegar börn flytja í bæinn en þá er lagt kapp á að bregðast við. Allar áætlanir sem gerðar eru miðast við þær upplýsingar sem fyrir liggja hverju sinni. Read more

ÉG ER MJÖG MIKILL AKUREYRINGUR

magnusA

„Það tók mig ellefu ár að komast yfir þessi veikindi – og þau kostuðu mig meðal annars stóran hluta úr skólavistinni, enda fór það svo að ég tók landsprófið tveimur árum seinna en jafnaldrar mínir. Ég var meira á spítalanum en í skólanum. Og líklega hef ég misst af mestum glansa mótunarskeiðsins.“

Magnús Aðalbjörnsson er eitt af kennileitum Akureyrar, farsæll kennari til áratuga og eldheitur jafnaðarmaður af gamla skólanum. Þrátt fyrir að hafa átt Trabantinn sinn í aðeins hálft annað ár situr hann ennþá uppi með nafngiftina – og hefur bara gaman af því. Hér tekur hann sjálfan sig til kostanna í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson og ræðir um bæinn sinn og uppeldið, miðbæjarlífið og fyrstu pólitísku útskúfunina, svo og langvarandi sjálfsofnæmi sem markaði líf hans um árabil, en líka kennsluna, sem átti að vara í einn vetur, en varð að langri og farsælli starfsævi. 

Read more

Frá úrræðaleysi til aðgerða

sigridur_huld_Jonsdottir-1

Sigríður Huld Jónsdóttir skrifaði grein í Akureyri Vikublað í dag 20. mars um hugmyndir Samfylkingarinnar um Ungmennahús.

Heilsugæslan, skólar, Sjúkrahúsið á Akureyri og ekki síst Akureyrarbær verða að tala meira saman og aðstoða ungt fólk og fjölskyldur þeirra til að nýta þau tækifæri sem þeim stendur til boða. Engin ein lausn er til að efla einstaklinga þar sem margbreytileiki einstaklinga er mikill.

Read more

Fráveituframkvæmdir strax!!!

Á fundi bæjarráðs nú nýlega var lagt fram bréf frá heilbrigðisnefnd Norðurlands Eystra til bæjarstjórans á Akureyri. Þar skorar nefndin á bæjaryfirvöld að láta úrbætur í fráveitumálum Akureyringa hafa forgang á þessu ári. Mælingar sem gerðar voru þann 12. desember síðastliðinn sýna verulega og samfellda skólpmengun á svæðinu frá Þórsnesi að Leiruvegi, mengun sem er langt umfram öll viðmiðunarmörk. Read more

Þú skiptir máli!

Ágæti kjósandi. Þú og aðrir landsmenn gangið til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn við tvísýnar og viðsjárverðar aðstæður. Afleiðingar kreppunnar eru, og verður enn um sinn, helsta viðfangsefni bæjarstjórnar Akureyrar. Þú velur hverjum þú treystir til að stýra bæjarfélaginu í gegnum þann ólgusjó sem enn er framundan í þeim efnum.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur á því kjörtímabili sem nú er að ljúka þurft að hagræða og laga reksturinn að breyttum aðstæðum. Þetta hefur ekki verið sársaukalaust en með samstilltu átaki og skynsamlegum vinnubrögðum tókst að ná betri árangri en nokkur þorði að vona. Velferðarþjónustan var varin og Akureyri er nú sem fyrr í fremstu röð á því sviði. Undir forustu Samfylkingarinnar tókst að verja störfin og þjónustuna og skila góðum árangri í rekstri á sama tíma.

Við erum því miður ekki komin í gegnum kreppuna þó greina megi jákvæð teikn á lofti. Við munum áfram þurfa að sýna aðhald og ráðdeild. Það er ekki sama hvernig það er gert. Samfylkingin á Akureyri hefur sýnt að með hugsjónir jafnaðarmanna, haldgóða reynslu og bjartsýni að vopni má ná góðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Það er því mikilvægt að Samfylkingin fái góðan stuðning í kosningunum. Þátttaka þín skiptir þar megin máli og ég vil hvetja þig til að nýta kosningaréttinn sem er hornsteinn lýðræðisins.

Framtíð Akureyrar er björt ef rétt er á málum haldið. Við höfum lagt fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem þú og bæjarbúar allir eru settir í öndvegi. Frambjóðendur okkar eru öflugur hópur með mikla reynslu og þekkingu að baki. Saman skulum við halda áfram á réttri leið!