Framboðslistinn

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri til sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010

1. sæti Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri 1. Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri:

Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og nú síðast bæjarstjóri hef ég komið að flestum málaflokkum sem bæjaryfirvöld láta sig varða en legg áherslu á ábyrgja fjármálastjórn og sókn í atvinnumálum í því starfi sem framundan er á komandi kjörtímabili. Þannig leggjum við grunn að betri þjónustu við íbúa bæjarins

2. sæti Sigrún Stefánsdóttir, sölu- og þjónustufulltrúi 2. Sigrún Stefánsdóttir, sölu og þjónustufulltrúi:

Sigrún Stefánsdóttir 43 ára, bæjarfulltrúi á Akureyri og sölu- og þjónustufulltrúi hjá Íslensk Ameríska.  Helstu áhugamál eru fjölskyldan, skógrækt,útivist og mannrækt.  Ég hef setið í ýmsum nefndu á vegum Akureyrarbæjar s.l. átta ár og með því fengið góða innsýn í bæjarkerfið. Ég er áhugamanneskja um velferðarmál og gott mannlíf. Akureyrarbær stendur vel að rekstri félags- velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Staðan í öldrunarmálum er góðum farvegi. Mikil og spennandi vinna er framundan í varðandi flutning málefna fatlaðra og aldraðar frá ríki til sveitafélaga.  Ég legg áherslu á að tryggja jafnan rétt og aðgang að þeim lífsgæðum sem að samfélagið býður upp á og að þjónusta sveitarfélagsins stuði að velferð allra íbúanna.

3. Logi Már Einarsson, arkitekt3. Logi Már Einarsson, arkitekt:

Ég er 45ára arkitekt, fæddur og uppalinn Akureyringur, kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur lögmanni. Við eigum tvö börn.  Akureyri getur áfram verið eftirsóknarverð til búsetu. Fjölskylduvænn bær, með góðum skólum, öflugum íþróttafélögum og blómstrandi menningu. Til þess að svo megi verða þarf fólk með hugmyndaflug og kjark til að taka ákvarðanir og hrinda hlutum í framkvæmd.  Standa þarf vörð um verkefni sveitarfélagsins, einkum í skóla- og velferðarmálum, en auk þess þarf bærinn að standa þétt að baki stórum og smáum fyrirtækjum og greiða fyrir frekari atvinnuuppbyggingu.

4. Ragnar Sverrisson, kaupmaður4. Ragnar Sverrisson, kaupmaður:

Árið 2004 fékk Ragnar Sverrisson kaupmaður til liðs við sig tólf fyrirtæki sem stofnuðu Akureyri í öndvegi, sjálfseignarstofnun um eflingu miðbæjarins. Þessi fyrirtæki vildu festa betur í sessi það hlutverk miðbæjarins á Akureyri að vera þungamiðja menningar, menntunar, viðskipta og þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. 

.

 

5. Helena Karlsdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi5. Helena Þuríður Karlsdóttir, lögfræðingur:

er bæjarfulltrúi á Akureyri, ritari Samfylkingarinnar og situr í stjórn og framkvæmdastjórn flokksins. Hún er m.a. formaður Samfylkingarinnar á Akureyri, formaður framkvæmdaráðs Akureyrar, formaður stjórnar Fasteigna Akureyrar, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu, og á sæti í stjórnsýslunefnd bæjarins

6. Valdís Anna Jónsdóttir, þjónustufulltrúi 6. Valdís Anna Jónsdóttir, þjónustufulltrúi:

Valdís Anna hefur verið virkur félagi í Samfylkingunni frá árinu 2005 og hefur þar gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hún var formaður Sölku, félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri á árunum 2006 til 2008 auk þess sem hún var varaformaður Ungra Jafnaðarmanna á landsvísu árin 2006 og 2007. Þá hefur hún einnig verið varamaður í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar.  Helstu baráttumál Valdísar snúa að ungu fólki í því árferði sem í dag er; standa vörð um Háskólann á Akureyri, skapa atvinnutækifæri á Akureyri til að halda því efnilega fólki sem hér er, að sveitarfélagið bjóði upp á þjónustu fyrir barnafólk á viðráðanlegu verði og að kjör þeirra sem minna mega sín verði ekki skert frekar.  Valdís Anna er þjónustufulltrúi við Landsbankann á Akureyri. Hún er í sambúð með Ásgeiri Friðrikssyni smiði og eiga þau soninn Jón Friðrik.

7. Árni Óðinsson, tæknifulltrúi 7. Árni Óðinsson, tæknifulltrúi

Árni er tæknifulltrúi við Sjúkrahúsið á Akureyri, giftur Laufeyju G. Baldursdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Árni hefur búið á Akureyri nánast allan sinn aldur og hefur tengst íþróttum frá barnæsku. Hann var keppnismaður á skíðum fyrir Íþróttafélagið KA frá unglingárum til um þrítugt og vann marga íslandsmeistaratitla og tók þátt í Ólympiuleikunum 1976.  Árni fylgdi börnum sínum eftir og fór að starfa fyrir Íþróttafélagið Þór, 1985. Hefur hann gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið nú síðast í aðalstjórn félagsins.  Áhugamálin snúast mikið um útivist og vill hann sjá bæ þar sem öll fjölskyldan getur iðkað tómstundir saman. Hlúa þarf vel að æskunni og skapa góðar aðstæður við allra hæfi í listsköpun og í inni og úti íþróttum. Það þarf að huga að atvinnurekstri sem er fyrir í bænum og leita nýrra sóknarfæra.  Frekari uppbygging á skíðaaðstöðunni í Hlíðafjalli er einn vænlegur kostur, bæta þarf við lyftum til að nýta þetta frábæra fjall betur og bæta þarf við aðra aðstöðu.  Leggja þarf áherslu á að vera með áhugaverða viðburði allt árið um kring.  Frábær útvistasvæði þarf að efla ásamt Hlíðarfjalli má hugsa sér siglingar á pollinum, göngu/hjóla og reiðstíga um nágrennið og Glerárdalurinn er staður sem gefur nýja möguleika á að trekkja fólk til bæjarins.  Samfara þessu skapast frekari grunvöllur til uppbyggingar á alhliða þjónustu við ferðamenn svo sem hótel, veitngahús og margskonar menningarviðburðir.  Akureyri getur þar með orðið enn betri staður að heimsækja og frábær bær til að búa í.

8. Linda María Ásgeirsdóttir, ferðamálafulltrúi 8. Linda María Ásgeirsdóttir, ferðamálafulltrúi

Ég heiti Linda María Ásgeirsdóttir og er 43 ára Hríseyingur, er gift Ómari Hlynssyni rafvirkja og eigum við þrjú börn.  Ég hef starfað með Samfylkingunni á Akureyri frá árinu 2006 og tók þátt í prófkjöri þá og sat á lista flokksins. Ég hef setið í Umhverfisnefnd Akureyrar á þessu kjörtímabili og verð að segja að sá málaflokkur er mér mjög hugleikin.  Rödd okkar Hríseyinga þarf að heyrast líkt og raddir annara íbúa og er það helsta ástæðan fyrir því að ég tek þátt. Ég hef einnig setið í Hverfisráði Hríseyjar frá stofnun þess og hef verið formaður þar sl. tvö ár.  Ég starfa í Menningarmiðstöðinni í Listagili nánar tiltekið í Ketilhúsinu og einnig sem ferðamálafulltrúi Hríseyjar. Ég tók upp á því að fara í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk þar diplómanámi fyrir ári síðan.  Mínar helstu áherslur eru umhverfismál, ferðamál og menninganmál en Akureyri hefur verið þekkt fyrir mikið menningarlíf og tel ég nauðsynlegt fyrir hvert samfélag að hafa öflugt starf í þeim málaflokki. Að sjálfsögðu skiptir höfuðmáli að við sköpum okkur gott og fjölskylduvænt samfélag til að búa í og þurfa þá velferðamálin, skólamálin og atvinnumálin að vera til fyrirmyndar og þurfum við að standa vörð um alla þessa málaflokka.

9. Þorlákur Axel Jónsson, menntaskólakennari 9. Þorlákur Axel Jónsson, framhaldsskólakennari

Samábyrgð er lykilorð í stjórnmálum. Ábyrgð okkar tekur sérstaklega til þeirra sem minna mega sína. Við verðum að standa vörð um þau verðmæti sem ekki verða mæld í peningum.  Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur Íslands og gætir hagsmuna barna og fullorðinna, fjölskyldna og fyrirtækja. Akureyri hefur öll einkenni evrópskra borga, góða skóla og fjölbreytt atvinnulíf.  Við eigum að byggja Akureyri sem borg, byggja þétt í miðbænum en leyfa náttúru og byggð að renna saman á jöðrunum. Naustaskóli, aflþynnuverksmiðja og göngustígar er til vitnis um áræði og þann kraft sem Samfylkingin hefur sýnt á kjörtímabilinu.

10. Heba Finnsdóttir, framkvæmdarstjóri 10. Heba Finnsdóttir, framkvæmdarstjóri

Steinunn Heba Finnsdóttir heiti ég og er 36 ára. Ég er borinn og barnfædd á Akureyri og hef mest alla mína tíð búið hér. Ég er framreiðslumeistari (þjónn) og á og rek 3 staði hér á Akureyri. Strikið, Bryggjuna og Pósthúsbarinn. Ég er gift Jóhanni Inga Davíðssyni framkvæmdarstjóra Dressmann á Íslandi og við eigum þrjár dætur.  Akureyri í mínum huga er bær sem hefur uppá allt að bjóða án þess þó að vera yfirþyrmandi. Hér er gott að búa gott að vera með börn og dásamlega stutt í alla þá þjónustu sem að maður vill og þarf að sækja.  Ég sé Akureyri í framtíðinni sem vaxandi bæjarfélag sem er með hagsmuni fólksins í huga.

11. Rúnar Sigtryggsson, rekstrarstjóri 11. Rúnar Sigtryggsson, rekstrarstjóri

Rúnar Sigtryggsson, er giftur Heiðu Erlingsdóttur við eigum 3 börn saman. Fyrir á ég 1 barn. Í dag starfa ég sem Rekstrarstjóri DNG og þjálfa einnig lið Akureyrar í handbolta.  Akureyrarbær á að hætta að miða sig við Höfuðborgarsvæðið og keyra meira á styrkleikum sínum og sérkennum. Hann á að auka samvinnu og stuðning við framleiðslufyrirtæki bæjarins og stuðla að auknu millilandaflugi og fraktflutningum beint frá Akureyri.  Fara þyrfti í uppstokkun á bæjarkerfinu t.d. þarf að fækka millistjórnendum hjá Akureyrarbæ, til þess að gera kerfið einfaldara, skilvirkara og hagkvæmara fyrir íbúana.  Börn í bænum eiga að hafa sama rétt til uppvaxtar óháð búsetu þeirra í bænum og efnahag foreldra. Því tel ég mikilvægt að tómstundastarf barna fram að 12 ára aldri verði samhæft við skólana og að sérhæfing barna í tómstundum og íþróttum verði miðuð við 12 ára aldurinn á Akureyri.  Akureyringar þurfa að fara að læra að standa saman og bjóða fólk velkomið til bæjarins ekki bara sem ferðamenn, heldur einnig sem íbúa. Til þess þurfa þeir bæjarbúar sem fyrir eru að standa saman en ekki að vera alltaf í að minnsta kosti tveimur fylkingum í öllum málum.

12. Sædís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri 12. Sædís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

Ég heiti Sædís Gunnarsdóttir og er fædd á Akureyri þann 1. maí 1973. Ég er gift Haraldi Þór Egilssyni, safnstjóra, og eigum við tvær dætur, Unu 10 ára og Eik 7 ára.  Ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands og fór svo í framhaldsnám til Englands þaðan sem ég útskrifaðist með MA próf í fornleifafræði árið 2002. Ég vann í 10 ár hjá Fornleifastofnun Íslands, fyrst í Reykjavík og frá 2003 á Akureyri þar sem ég rak útibú. Árið 2006 ákvað ég að breyta til og hef verið verkefnastjóri á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar síðan þá.  Fyrir mér verður fjölskyldan að vera í forgrunni, og mikilvægast er að standa vörð um leik- og grunnskóla bæjarins því þar byggjum við grunn að framtíðinni. Einnig er mikilvægt að hlúa að menningu og listum og þeim verðmætum sem þau skapa Akureyri.

13. Guðgeir Hallur Heimisson, bókari 13. Guðgeir Hallur Heimisson, bókari

14. Guðrún Birgisdóttir, sjúkraliði 14. Guðrún Birgisdóttir, sjúkraliði

Ég heiti Guðrún Birgisdóttir, ég er fædd í Hafnarfirði 29 janúar 1962. Ég er gift Heimi Bragasyni pjátursmiði, ég á 4 börn af fyrra hjónabandi þau eru Birgir 26 ára, Ragnheiður Thelma 24 ára, Viktor Már 18 ára og Kara Lind 16 ára.  Ég útrkrifaðist úr Hótel og veitingaskóla íslanda ´84 sem framreiðslumaður og starfaði sem þjónn til margra ára. Síðan starfaði ég á tannlæknastofu í 6 ár og öðlaðist réttindi sem tanntæknir á árunum 86-92. Síðan tók sölumennskan við til ársins 2003 en þá settist ég á skólabekk í VMA og útskrifaðist þaðan sem sjúkraliði vorið 2006.  Ég legg mikla áherslu á fjölskyldumál og finnst við verðum að byrja á grunninum þá með leikskóla og grunnskóla málum en einnig er mér mjög umhugað um mál aldraðara

15. Kristján Eldjárn Sighvatsson 15. Kristján Eldjárn Sighvatsson, háskólanemi

Ég heiti Kristján Eldjárn Sighvatsson og er 34 ára gamall. Ég er giftur Katrínu Hólm Hauksdóttir og á tvö börn Hauk Eldjárn og Agnesi Ingu.  Ég er stýrimannaskólagenginn, hef lokið fiskvinnsluskólaprófi og í vor lýk ég grunnskólakennaraprófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. lengst af hef ég starfað sem stýrimaður og sjómaður hjá Samherja á Akureyri. Einnig hef ég starfað sem kennari og á sambýli fyrir fatlaða.   Skólmál eru mér hugleikin þessa dagana og er margt vel gert í þeim efnum hér á Akureyri. Við búum svo vel að hafa hér í bæ skóla á öllum skólastigum og þurfum að hugsa hvernig hægt er að stuðla að framgangi þeirra og eflingu.

16. Berglind Júlíusdóttir, framhaldsskólanemi16. Berglind Júlíusdóttir, framhaldsskólanemi

17. Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður 17. Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður

Ég heiti Jónas Abel Mellado og ég er 23 ára afgreiðslumaður í Bónus. Ég hef lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og ég á einn son Magnús Adrían Mellado. Atvinnumál og ferðamál eru mér hugleikin. Tel ég að stækkun flugvallarins og svo stækkun flughafnarinnar séu nauðsynlegar framkvæmdir, og að með þeim verði  tekin fyrstu skrefin í áttina að því að gefa ferðamannaiðnaðinum hér á Norðurlandi byr undir báða vængi. Akureyri,höfuðstaður norðursins, verði áfangastaður en ekki viðkomustaður

18. Helga Haraldsdóttir, húsmóðir 18. Helga Haraldsdóttir, húsmóðir

Ég heiti Helga Stefanía Haraldsdóttir og er 61 árs fædd og uppalin á Akureyri og hef búið hér mestan hluta ævinnar.  Eiginmaður minn heitir Kjartan Kolbeinsson, slökkviliðsmaður og eigum við tvö börn, Stefaníu sem er í sambúð með Birni Róberti Jenssyni og eiga þau eina dóttur, sem heitir Ninna Þórey. Sonur okkar heitir Kjartan Marinó, hann er í sambúð með Önnu Soffíu Ásgeirsdóttur og eiga þau einn son, Harald Marinó.  Áhugamál mín eru fjölskyldan, matargerð, bakstur, skreytingar og innanhúsarkitektúr. Mér finnst mikilvægast að jafnvægi komist aftur á í samfélaginu.

19. Bergvin Oddsson, rithöfundur 19. Bergvin Oddsson, rithöfundur

Ég heiti bergvin Oddsson og er 24 ára. Ég er fæddur og uppalinn í Vestmanneyjum, en fluttist til Akureyrar haustið 2008, með unnustu minni Fanný Rósu Bjarnadóttur og eigum við ársgamlan son.  Ég byrjaði strax að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar á Akureyri, því ég hef verið virkur í flokkstarfinu nánast frá upphafi, og er m.a í framkvæmdarstjórn flokksins.  Ég útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, á menntaskólaárunum rak ég litla heildsölu.  Á árum áður starfaði ég hjá Blindrafélaginu. Síðastliðin tvö ár hef ég starfað sem rithöfundur. Í dag starfa ég einnig hjá Félagi Langveikra ungmenna.  Ástæða þess að ég starfa í pólitík, er vegna þess að mig langar að eiga tækifæri á því að kynnast ólíkum hliðum samfélagsins og fá um leið tækifæri til þess að kynnast ólíku fólki og málefnum. Læra af öðrum, og láta gott af mér leiða. m.a stækkun flugstöðvar á akureyri, sinna málefnum fatlaðra og hlúa vel að stóriðju Akureyrar sem er Hlíðarfjall. Sú stóriðja gefur óendalega möguleika á sviði íþrótta og ferðaþjónustu.

20. Róbert Jónasson, verkamaður20. Róbert Jónasson, verkamaður

Róbert Jónasson heiti ég. Ég er 24 ára gamall og hef allan minn tíma búið á Akureyri. Ég hef stundað íþróttir í mörg ár þó aðallega fótbolta. Ég á rétt óklárað nám við VMA en í augnablikinu er ég starfsmaður Vífilfells.  Af hverju er gott að búa á Akureyri?  Það er rosalega margt sem er gott við Akureyri. Akureyri er fjölskyldubær, stærðin hjálpar að maður þekkir eða kannast við stóran hluta bæjarins. Fyrir fjölskyldu að setjast að á Akureyri er mjög auðvelt, hér er allt sem þarf. Við höfum góða heilbrigðisþjónustu, öruggt og sterkt samfélag og fjöldan allan af góðum leikskólum fyrir yngsta fólkið. Fyrir unglinga höfum við öflugar félagsmiðstöðvar eins og Rósenborg sem vinnur að því að unglingar starfi sjálfstætt en hefur einnig lagt mikla vinnu að forvörnum og vímuleysi.  Á síðustu árum hefur Akureyri verið að breytast í íþróttabæ, á veturna er okkar fræga Hlíðarfjall og á sumrin eru aðstæður fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu einar þær bestu á landinu. Fyrir áhugafólk um listir þá er menningin mjög sterk og með tilkomu Menningarhússins á menningin eftir að blómstra enn frekar. Háskólinn á Akureyri er gríðarlega sterk stofnun og fjölmargir sem njóta góðs af því. Eitt er ljóst: Framtíðin er mjög björt á Akureyri.

21. Sigrún Bjarnadóttir, húsmóðir 21. Sigrún Bjarnadóttir, húsmóðir

Ég heiti Sigrún Bjarnadóttir og vann lengst af sem tannsmiður en er í dag húsmóðir.  Ég hef búið á Akureyri frá 15 ára aldri og er gift Sigurði Garðarssyni. Saman eigum við tvö börn og 3 barnabörn.  Ég hef verið jafnaðarmanneskja alla mína ævi og þau mál sem mér þykja mikilvægust eru jafnréttismál, skólamál og velferðarmál.

22. Magnús Aðalbjörnsson, fyrrv. aðstoðarskólastjóri 22. Magnús Aðalbjörnsson, fyrrv. aðstoðarskólastjóri

Ég er fæddur Akureyringur á því Herrans ári 1941 og bjó með foreldrum mínum 5 fyrstu árin i Möðruvallastræti 6 en fjölskyldan fluttist síðan niður í Skipagötu og þar naut ég unglingsáranna.  Fetaði síðan rólega menntabrautina frá yndislegum tíma í smábarnaskóla Jennu og Hreiðars á hefðbundinni leið upp í MA og átti síðar alltof stutta viðdvöl í íslenskunámi í Reykjavík.  Lengstan starfsdag eða í 34 ár átti ég í Gagnfræðaskóla Akureyrar þar til hann,illu heilli, var lagður niður árið 1997. Kenndi síðan í Lundarskóla þar til ég fór á eftirlaun.  Ég er giftur Rögnu Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi og eigum við þrjú börn, fimm barnabörn og eitt barnabarnabarn.

 

Hægt er nálgast allar myndir af frambjóðendum á Flickr síðu framboðsins.

Be the first to comment on "Framboðslistinn"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*