1. sæti | Hilda Jana Gísladóttir

Hilda Jana Gísladóttir, 41 árs grunnskólakennari og fjölmiðlakona, er í 1. sæti. Hilda Jana er gift Ingvari Má Gíslasyni, fjármálastjóra Norðlenska og formanni KA. Þau eigabörn: Hrafnhildi Láru 21.árs, Ísabellu Sól 13.ára og Sigurbjörgu Brynju 12.ára. Við skulum spurja Hildi Jönu nokkurra spurninga.

Af hverju Samfylkingin?

Ég hef einfaldega trú á grundvallar hugmyndafræði Samfylkingarinnar sem byggir á hugmyndum um jöfnuði, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum, með áherslu á að alir hafi jöfn tækifæri til mannsæmandi lífs.”

Fyrir hverju brennirðu?

Ég brenn fyrir því að fólk í öllum regnboganslitum fái jöfn tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum og eigi kost á því að lifa mannsæmandi lífi. Ég brenn fyrir því að búa í samfélagi þar sem við fáum jöfn tækifæri til þess að dansa línudans lífsins og þegar út af ber þá sé öryggisnet samfélagsins sterkt og styðji okkur til að fóta okkur á ný.”

Hvað er best við Akureyri?

Kærleikurinn sem býr í fólki.”

Hvað má bæta?

Það mætti létta okkur lífið talsvert með því að stytta vinnuvikuna og gefa okkur þannig meiri tíma. Bæta þarf að bæta starfsumhverfi leik- og grunnskólakennara og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þá má bæta forvarnir í víðasta skilningi þessi: vímuefnaforvarnir, forvarnir í geðheilbrigðismálum, forvarnir í lýðheilsu, forvarnir sem koma í veg fyrir fordóma, einelti, útskúfun og einmanaleika. Þá er nauðsynlegt að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og berjast fyrir réttlátari skiptingu tekjustofna.”

Skrítin staðreynd um þig?

Ég er með vandræðalega teygjanlegar kinnar.”

Fyrirmynd?

Mamma mín.”

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?

Hamingjusöm.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar..?  Er alls konar.”

Eldri borgararnir okkar…? Eru alls konar.”

Eitthvað að lokum?

„Leiðarljósið mitt í lífinu er setning sem amma mín sagði mér áður en hún lést langt fyrir aldur fram: Mundu að klappa frekar fyrir sólarupprásinni en flugeldasýningum.”