10. sæti | Þorlákur Axel Jónsson

Þorlákur Axel Jónsson er í 10. sæti. Þorlákur er 54 ára háskólakennari, kvæntur Gunnhildi skurðhjúkrunarfræðingi en þau eiga tvær uppkomnar dætur og barnabörn.

Við skulum kynnast Þorláki Axel aðeins betur.

Af hverju Samfylkingin?

„Frelsisbarátta alþýðu undan oki auðvalds og ríkiskúgunar kristallast í hugsjónum lýðræðislegrar jafnaðarstefnu um samfélag fyrir allt fólk, það er stefna Samfylkingarinnar.“

Fyrir hverju brennir þú?

„Skólamálum, hagsmunum ungra barnafjölskyldna. Ég vildi að öll börn á Akureyri ættu skíði og bretti.“

Hvað er best við Akureyri?

„Borgarbragurinn; þéttbýli, götur, gagnstéttir, veitingahús, bíó, stofnanir, atvinnutækifæri og umfram allt fólk.“

Hvað má bæta?

„Margt má bæta. Til dæmis mætti gefa kennurum kost á að færa sig tímabundið úr einum skóla í annan og gefa þeim skipulega fjölbreyttari verkefni ef til vill á fræðsluskrifstofu bæjarins.“

Skrítin staðreynd um þig?

„Ég hef leikið í auglýsingu fyrir róbota (kynningarmyndbandinu var að minnsta kosti  deilt á facebook síðu framleiðandans).“

Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór?

„Lögga, glanni, sauðfjárbóndi, sjómaður, kennari, pönkari.“

Botnaðu setningarnar:

Unga fólkið okkar..  „… er klárt í slaginn.“

Eldri borgararnir okkar… „… skipta sér sem betur fer af öllu, stóru og smáu.“

Eitthvað að lokum?

„Muna að mæta á kjörstað og kjósa Samfylkinguna.“