11. sæti | Sigríður Huld Jónsdóttir

Sigríður Huld Jónsdóttir, 48 ára skólameistari VMA og bæjarfulltrúi þar til ný bæjarstjórn tekur við, situr í 11.sæti. Eigum við að kynnast Sigríði Huld aðeins betur?

 

Fjölskylduhagir:

„Gift og á þrjú börn og eina tengdadóttur.“

 

Af hverju Samfylkingin?

„Skemmtilegasti flokkurinn sem hefur jöfnuð og mannúð að leiðarljósi.“

 

Fyrir hverju brennirðu?

„Góðu og réttlátu samfélagi þar sem fólk hefur tækifæri til að virkja styrkleika sína.“

 

Hvað er best við Akureyri?

„Fólkið sem hér býr, stuttar vegalengdir, bærinn að verða vistvænni með hverju árinu sem líður, öflugt skólastarf, menningin blómstrar, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla aldurshópa. Kjarnaskógur og frábærir göngu- og hjólastígar.“

 

Hvað má bæta?

„Minnka sandburð í hálkuvörnum svo svifrykið minnki, bæta aðstæður barnafólks, ná samkomulagi við ríkið um aukið fjármagn inn i öldrunarmálin, stækka hólfið fyrir lífræna úrganginn í ruslatunnunni, tryggja rafmagnsflutninga inn á svæðið.“

Skrítin staðreynd um þig?

„Er í hljómsveit.“

 

Fyrirmynd?

„Vigdís Finnbogadóttir.“

 

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?

„Fornleifafræðingur.“

 

Kláraðu setningarnar:

 

Unga fólkið okkar..

„ …erfir landið og miðin.“

 

Eldri borgararnir  …

„… eru það sem framtíðin byggir á.“

 

Eitthvað að lokum?

„Brosum með hjartanu og kjósum XS.“