12. sæti | Þorsteinn Krüger

Þorsteinn Krüger er í 12 sæti. Þorsteinn er 57 ára framhaldsskólakennari, einhleypur, þriggja barna faðir og afi. Hér er smá kynning á Þorsteini:

 

Pólitísk baráttumál:

„Fyrst og fremst jafnréttis- og önnur mannréttindamál, síðan fræðslumál, skipulagsmál og menningarmál.“

 

Hvað er best við Akureyri?

„Penninn/Eymundsson, veðrið, fjölbreytt úrval veitinga- og kaffihúsa og líflegt menningarlíf.“

 

Hvað má bæta?

„Margt. Til dæmis búa betur að öldruðum, efla almenningssamgöngur enn frekar (strætó). Gera átak í að koma miðbæjarskipulaginu áfram. Svo þarf að fara í stórátak í að fegra ófögur svæði í bænum (skipulags- og umhverfismál). Akureyrarbær þarf líka að eignast Brynjuísinn aftur.“

 

Skrítin staðreynd um mig:

„Að ég sé orðinn 57 ára. Ég hef líka horft á alla pólitíska þætti í sjónvarpi frá fyrstu tíð, var 8 ára þegar sjónvarpið sást fyrst á Akureyri og hef varla sleppt fréttatíma síðan. Ef það gerist er ég ónýtur maður og Guði sé því þökk fyrir VOD og tímaflakk!“

 

Fyrirmyndir?

„Engar beinar en ég lít upp til margra, eins og foreldra minna og ýmissa mikilmenna mannkynssögunnar á borð við Jesús, Karl Marx, August Bebel, Mary Wollstonecraft, Rosa Luxemburg, Rosa Parks, svona til að nefna einhverja. Almennt lít ég líka upp til fólks sem lætur gott af sér leiða, en hefur ekki endilega hátt um það.“

 

Hvað ætlaði ég að verða þegar ég yrði stór?

„Prestur (hefði orðið ljóti pokapresturinn).

 

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar er… hokið (af of mikilli snjallsímanotkun), en að öðru leyti frábært.“

 

Eldri borgararnir… hafa skilað sínu ævistarfi og þess vegna er það skylda okkar að gera eins vel við þá og hægt er.“

 

Eitthvað að lokum?

„Samfó er málið nú sem áður. Samfylkingin er eini flokkurinn sem kennir sig við lýðræðislega jafnaðarstefnu, vænlegustu stjórnmálastefnu sem komið hefur fram hingað til. Stefna sem sækir það besta til sósíalisma og einstaklingsframtaks, stefna sem byggir á jöfnuði, réttlæti og mannréttindum allra, þar sem ríkið, okkar sameiginlega félag, ræður ferðinni, öllum til hagsbóta. “Má ég heyra amen!”“