13. sæti | Sif Sigurðardóttir

Sif Sigurðardóttir |13 sæti.

Sif er 44 ára, formaður Þroskahjálpar Norðurlandi Eystra og situr einnig í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar. Sif er í sambandi og er einstaklega stolt móðir þriggja barna, Hólmfríðar Brynju, 24 ára, Eyrúnar Töru, 16 ára og Sigurðar Tuma, 13 ára. Kynnumst Sif örlítið betur:  

 

Af hverju Samfylkingin?

„Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna, flokkur sem berst fyrir jöfnum tækifærum fyrir alla.“

 

Fyrir hverju brennirðu?

„Málefnum fatlaðra. Að allir eigi rétt á sömu lífsgæðum og sömu tækifærum í lífinu. Við ættum öll að vera í sama liðinu og stefna að því að byggja upp gott samfélag fyrir alla.“

 

Hvað er best við Akureyri?

„Oddeyrarpúkarnir.“

 

Hvað má bæta?

„Akureyri er gott samfélag en að sjálfsögðu er margt sem má bæta. Við þurfum að gæta þess vel hvernig við hlúum að ungum sem öldnum, þeim sem minna mega sín í lífinu og þeim sem standa höllum fæti.“

 

Skrítin staðreynd um þig?

„Vil pylsuna mína bara með tómatsósu, undir og yfir.“

 

Fyrirmynd?

„Salka Valka hans Halldórs Laxness.“

 

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?

„Rithöfundur.“

 

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar…

„Unga fólkið okkar er framtíðin og þess vegna verður að hlusta á þau.“

 

Gamla fólkið okkar…

„Gamla fólkið byggði upp samfélagið okkar og þess vegna ber okkur að virða þau.“

 

Eitthvað að lokum?

„„Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl“  Halldór Laxness – Salka Valka.“