14. sæti | Árni Óðinsson

Árni Óðinsson er í 14. sæti. Árni er 67 ára, sérhæfður tæknimaður á myndgreiningasviði. Við skulum kynnast Árna aðeins.

Fjölskylduhagir: „Giftur Laufeyju Baldursdóttur, við eigum þrjú börn og sjö barnabörn.”

Af hverju Samfylkingin:

„Þar sem ég er í eðli mínu jafnaðarmaður treysti ég Samfylkingunni best til þess að gæta sameiginlegra hagsmuna okkar allra.”

Fyrir hverju brennirðu?

„Innleiðingu nýrrar íþróttastefnu Akureyrarbæjar ásamt uppbyggingu á íþróttamiðstöðvum í samræmi við íþróttastefnuna. Frekari uppbyggingu í Hlíðarfjalli.”

Hvað er best við Akureyri?

„Staðsetning bæjarins er frábær liggur vel við bæði sjó og fjöllum sem gefur okkur frábæra útivistarmöguleika.”

Hvað má bæta?

„Bætum hjóla og göngustíga með aðgreiningu (merkingum) ásamt því að taka helstu stígana í stokk undir þungar umferðagötur.”

Skrítin staðreynd um þig?

„Kennitalan er bara grín!”

Fyrirmynd:

„Ég á mér allmargar fyrirmyndir nefni þó faðir minn heitinn Óðinn Árnason sem mína helstu fyrirmynd.”

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?

„Langaði alltaf að verða flugmaður þegar ég var ungur drengur.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar..? „…Er framtíðin sem ég hef mikla trú á.”

Eldri borgarar okkar…? „…Eiga skilið allt það besta eftir að hafa komið landi og þjóð í þá stöðu sem við erum í.”

Eitthvað að lokum?

„Er í eðli mínu jafnaðarmaður og vil sjá að allir fái sambærileg tækifæri, fólk vinnur síðan mis vel úr sínum tækfærum og vil ég sjá þá sem vinna vel úr sínu fái að njóta, þeim sem farnast miður eigum við að veita sértæk úrræði.”