17. sæti | Valdís Anna Jónsdóttir

Valdís Anna Jónsdóttir, 32 ára viðskiptafræðingur, er í 17. sæti. Eiginmaður Valdísar Önnu heitir Ásgeir en þau eiga tvo stráka, sex og átta ára. Við skulum kynnast Valdísi Önnu betur.

Af hverju Samfylkingin?

„Af því að ég er jafnaðar manneskja í húð og hár.”

Fyrir hverju brennirðu?

„Málefnum barna með sérþarfir, dagvistunar- og skólamálum.”

Hvað er best við Akureyri?

„Hér er nánast allt, stutt í allt og gott að búa.”

Hvað má bæta?

„Það má alltaf gera betur og alltaf hægt að bæta. Dagvistunarmálin og málefni barna með sérþarfir eru mér mjög hjartfólgin og þar er margt sem betur má fara.”

Skrítin staðreynd um þig?

„Ég hef unnið keppni í að segja sem flest orð á einni mínútur.”

Fyrirmynd?

„Foreldrar mínir.”

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?

„Ég á minningu þar sem ég átti í mestu basli með að ákveða hvort ég ætlaði að verða söngkona eða barnfóstra.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar… „Unga fólkið okkar er framtíðin.”

Eldri borgararnir okkar eru… „Eldri borgararnir okkar komu okkur hingað og við þurfum að sjá til þess að þau eigi sómasamleg efri ár.”

Eitthvað að lokum?

„Gerum Akureyri að betri bæ og enn betri valkosti fyrir fjölskyldur.”