19. sæti | Ásdís Karlsdóttir

Ásdís Karlsdóttir er í 19. sæti. Ásdís er fædd árið 1935, húsmóðir og íþróttakennari og sex barna móðir. Ásdís er ekkja en eiginmaður hennar, Einar Helgason, lést fyrir fjórum árum. Við skulum kynnast Ásdísi betur.

Af hverju Samfylkingin?

Ég er í Samfylkingunni vegna stefnu flokksins, sem er jöfnuður allra.”

Fyrir hverju brennur þú?

Ég brenn fyrir bættum kjörum þeirra sem minna mega sín og eru í láglaunastörfum, að öll börn megi lifa hamingjusöm og eldri borgarar geti valið um búsetu.”  

Hvað er best við Akureyri?

Akureyri er svo barnvænn staður og hæfilega stór til að flestir komast leiðar sinnar hjólandi eða gangandi ef þeir vilja og svo er bærinn okkar fallegur.”

Hvað má bæta?

Víða í gömlum hverfum má bæta aðgengi af gangstéttum yfir götur, fyrir hjólastóla og skutlur og svo vantar pott eða laug með sírennandi volgum sjó fyrir exem sjúklinga.”

Skrítin staðreynd um þig?

Ég nota barnavagn í stórinnkaupum, upp á gámasvæði og til að fara með drasl í endurvinnslu.”

Fyrirmynd?

Allar jákvæðar, sjálfbærar konur. Þar á meðal móðir mín.”

Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór?

Draumastaða mín var að vera danskennari.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar.. …það unga fólk sem ég þekki er duglegt og þroskað fyrirmyndarfólk.”

Gamla fólkið okkar… …Hvað er að vera gamall? Mér finnst aldur svo afstæður og sjálf finn ég ekki beint fyrir elli þótt ýmislegt sé öðruvísi en áður fyrr og ég geti ekki allt það sama. Aldraðir eiga að fá allt það besta sem hentar hverjum og einum því öll erum við ólík en eigum það sameiginlegt að hafa komið ykkur yngra fólkinu upp.”