20. sæti | Eiríkur Jónsson

Eiríkur Jónsson er í 20. sæti. Eiríkur er 72 ára verkfræðingur. Gefum honum orðið.

Af hverju Samfylkingin?

„Jafnaðarstefna.“

Fyrir hverju brennirðu?

„Frelsi.“

Hvað er best við Akureyri?

„Nálægð við náttúruna og hæfilegt fámenni.“

Hvað má bæta?

„Umferðamenninguna.“

Skrítin staðreynd um þig?

„Finnst ég ekkert skrítinn.“

Fyrirmynd?

„Of einhverfur til að hafa fyrirmynd.“

Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór?

„Arkitekt, en skorti tónlistarhæfileika!“

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar er…? „Unga fólkið sem nennir að eiga börn á skilið betri stuðning samfélagsins, barnabætur, lengra fæðingarorlof, góða skóla og leikskóla.“

Eldri borgararnir okkar…? „Þurfa aðallega öruggari aðgang að heilbrigðisþjónustunni.“

Eitthvað að lokum?

„Ganga í EU eða Danmörku.“