21. sæti | Hreinn Pálsson

Hreinn Pálsson, er í 21. sæti. Hreinn er 75 ára lögmaður og nú ellilífseyrisþegi. Við skulum kynnast Hreini aðeins betur.

Af hverju Samylkingin?             

„Vegna þess að stefna hennar samrýmist þeim hugsjónum sem ég hef ætíð haft um jöfnuð og frelsi.”

Fyrir hverju brennurðu?

„Bættum hag þeirra sem lakast eru settir, svo og bættum heimi þar með talið að taka af alvöru á loftslagsmálum.”

Hvað er best við Akureyri?

„Hæfileg stærð bæjarins, fjölbreytni í menningu í víðri merkingu þess orðs, útivistar- og íþróttaaðstaða og ekki sakar að bærinn er fallegur.”

Hvað má bæta?

„Ýmsa umhirðu utandyra, ekki síst nú í vetrarlok. Til dæmis ætti að þvo helstu götur en ekki aðeins láta nægja að sópa. Eins að fara strax í að lagfæra kantsteina og eyjar á götum og oft tyrfðar ræmur meðfram þeim. Því miður virðast margir snjómokstursmenn alltof kærulausir eða stórtækir og ryðja í fyrstu snjóum kantsteinum og stóreflis torfum upp við göturnar. Það særir fegurðarsmekk minn og væntanlega flestra heimamanna og gesta að sjá frameftir öllu sumri skörðótta kanta og fleira við götur og opin svæði og þegar búið er, jafnvel loks í september að laga þetta, er aftur farið að snjóa og aftur skemma kantana.”

Skrítin staðreynd um þig?

“Get hreyft eyrun, það er að segja höfuðleðrið þannig að bæði  eyru hreyfast.”

Hvað ætlaðirðu að verða,þegar þú yrðir stór?

„Flugmaður.”

Kláraðu setningarnar:                                                 

Unga fólkið okkar er..? „.. flest að minnsta kosti, föðurbetrungar.”

Eldri borgararnir okkar… ? „Eiga betra skilið en núverandi stjórnvöld greinilega telja.”

Eitthvað að lokum?

„Áfram Akureyri.”