22. sæti | Sigríður Stefánsdóttir

Sigríður Stefánsdóttir er í heiðurssætinu. Sigríður er 68 ára og hefur starfað við ýmislegt en er nú komin á eftirlaun. Við skulum leyfa Sigríði að kynna sig aðeins.

Fjölskylduhagir:

„Gift Erlingi Sigurðarsyni. Við eigum þrjú uppkomin börn, tvær tengdadætur og þrjú barnabörn.”

Af hverju Samfylkingin?  

„Grunngildin um jöfnuð, jafnrétti, félagslegt réttlæti, mannréttindi og alþjóðahyggju eru þau sömu og mín. Auk þess líst mér einstaklega vel á það fólk sem skipar framboðslista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna.„

Fyrir hverju brennirðu?  

„Að byggja réttlátt þjóðfélag – og sveitarfélag – og heim.”

Hvað er best við Akureyri?  

„Nálægðin við náttúruna, fegurðin allt um kring, gott fram boð af menningu og viðburðum – og gott að ala upp börn. Fyrir utan allt það góða fólk sem hér býr.”

Hvað má bæta?  

„Það þurfa allir að búa við öryggi. Þess vegna þarf að tryggja betur að öll börn geti komist á leikskóla, meira framboð á leiguhúsnæði og öðru félagslegu húsnæði og betri og fjölbreyttari þjónustu við aldraða. Þetta er mikilvægast. Auk þess er alltaf hægt að bæta í til að gera bæinn skemmtilegri.”

Skrítin staðreynd um þig?

„Hef aldrei verið spurð í skoðankönnun hvað ég ætli að kjósa – eða annarra spurninga um pólítiskar skoðanir.”

Fyrirmynd?

„Allar formæður og forfeður sem unnu hart að því að skapa okkur lífvænlegar aðstæður. Í pólítikinni þær konur sem voru oft árum saman einar með körlunum til dæmis í sveitarstjórnum, en gáfust aldrei upp. Get nefnt Öddu Báru í Reykjavík og Soffíu Guðmundsdóttur á Akureyri.”

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?  

„Man fyrst eftir að hafa langað til að vinna í sælgætisbúð. Síðan breyttist það í að vera viss um að ég vildi vinna með fólki, ekki síst fólki í vanda – og helst að geta bjargað því.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar…? „Unga fólkið okkar er fjölbreyttur hópur, sem þarf fjölbreytt tækifæri og sumir góðan stuðning.”

Eldri borgarar okkar…? „Gamla fólkið okkar býr yfir mikilli reynslu og hefur flest þurft að leggja hart að sér. Við eigum að virða það og tryggja góða þjónustu, þegar þörf er á henni.”

Eitthvað að lokum?  

„Það er mikilvægt að allir mæti á kjörstað og hvetji aðra til að gera það. Það er mjög gott fyrir Akureyri að Samfylkingin sé sterk í bæjarstjórn. X-S Áfram Akureyri.”

 

Mynd: Auðunn Níelsson