3. sæti | Heimir Haraldsson

Heimir Haraldsson, 41 árs náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri, er í 3. sæti. Heimir er kvæntur Hildi Eir Bolladóttur en þau eiga tvo drengi, Harald Bolla og Jónatan Huga. Við skulum kynnast Heimi örlítið.

Af hverju Samfylkingin?

„Mér finnst hugmyndin um réttlátt samfélag sem stuðlar að jöfnuði tóna vel við mína lífssýn.”

Fyrir hverju brennirðu?

„Að gera þjónustuna sem bærinn veitir einfaldari og skilvirkari og bæta upplýsingaflæði til bæjarbúa.”

Hvað er best við Akureyri?

„Stutt í alla útivist og blómlegt menningarlíf.”

Hvað má bæta?

„Að fá ólík kerfi og fagaðila til að vinna saman með notanda þjónustunnar í forgrunni.”

Skrítin staðreynd um þig?

„Það liðu 36 ár milli þess að ég prófaði svigskíði fyrst og þangað til ég fór aftur.”

Fyrirmynd?

„Hildur Eir er mín fyrirmynd fyrir hugrekki að tala fyrir málum sem skipta máli fyrir fólk, s.s. Geðrækt, standa með náttúrunni og berjast fyrir minnihlutahópa.”

Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór?

„Lögregluþjónn! Nú er námið komið til Akureyrar þannig að það er aldrei að vita.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar… „…á skilið að við tölum við þau en ekki um þau og þau finni varveg í okkar samfélagi sem leiðir til farsældar.”

Eldri borgararnir okkar… „…vill ekki láta sjá um sig heldur fá að halda reisn sinni og hafa hlutverk í okkar samfélagi.”

Eitthvað að lokum?

„Forvarnir, fræðsla og virkt samtal við íbúa leiðir af sér gott samfélag og mig langar að taka þátt í því. Áfram Akureyri.”