5. sæti | Ólína Freysteinsdóttir

Ólína Freysteinsdóttir, fjölskyldufræðingur, er í 5. sæti. Við skulum leyfa Ólínu að segja örlítið frá sér.

Aldur: „Hálfnuð.”

Fjölskylduhagir: „Fjögur börn, tvö barnabörn og hundur á leiðinni.”

Af hverju Samfylkingin? „Jöfnuður, jöfnun, jafna.”

Fyrir hverju brennirðu? „Fjölskyldum.”

Hvað er best við Akureyri? „Fólkið.”

Hvað má bæta? „Allt.”

Skrítin staðreynd um þig? „Er skrítin skrúfa og ánægð með það.„

Fyrirmynd? „Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur, prófessor, mentor, samstarfsfélagi og snillingur.”

Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Fyrsti kvenforsetinn, Vigdís varð á undan.”

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar… „…er framtíðin og að mínu mati fremri minni kynslóð.”

Eldri borgararnir okkar…„eiga að eiga gott ævikvöld, þakkir og virðingu. Við erum á góðu róli vegna þeirra.”

Eitthvað að lokum? „Give the children love, more love and still more love and the common sense will come by itself (Astrid Lindgren).