6. sæti | Orri Kristjánsson

Orri Kristjánsson er í 6. sæti. Orri er 29 ára háskólanemi við lagadeild Háskólans á Akureyri. Þar að auki er hann formaður Þemis, félags laga- og lögreglufræðinema við Háskólann á Akureyri. Látum Orra kynna sig betur.

Fjölskylduhagir?

„Í sambúð með Jónínu Björt.“

Af hverju Samfylkingin

„Allt frá því að ég fór að hafa áhuga á pólitík á unga aldri þá samsvaraði ég mér alltaf við þá stefnu sem jafnaðarmenn á Íslandi og um víða veröld höfðu markað sér. Þar sem Samfylkingin er eini flokkur jafnaðarmanna á Íslandi var aldrei spurning hvar ég ætti pólitískt heimili, ef svo mætti að orði komast.“

Fyrir hverju brennur þú?

„Jöfnuði í samfélaginu okkar og að lífsskilyrði hér á Akureyri sem og allstaðar á Íslandi verði eins og þau eru best á kosin. Því markmiði náum við gildum jafnaðarmanna að leiðarljósi.“

Hvað er best við Akureyri?

„Í stuttu máli veðrið, akureyrska sumarið og fólkið. Einnig búum við Akureyringar vel að því að útvistarsvæðin í kringum bæinn okkar eru allskostar frábær.“

Hvað má bæta?

„Samskipti ríkis og sveitarfélaga mættu vera betri, sérstaklega þegar kemur að fjárveitingum til einstakra málaflokka. Svo er alltof mikið svifryk á Akureyri og það mætti grípa til aðgerða til þess að sporna við því hið fyrsta. Loks mætti vera styttra á milli strætóferða.“

Skrítin staðreynd um þig?

„Nefndu hvaða land sem er í heiminum, ég get nefnt þér höfuðborg landsins.“

Fyrirmynd?

„Olof Palme veitir mér pólitískan innblástur á hverjum degi.“

Hvað ætlaðiru að verða þegar þú yrðir stór?

„Ætlaði mér snemma að verða fuglafræðingur vegna mikils áhuga á fuglum frá unga aldri, en loks varð lögfræði fyrir valinu eftir töluverða leit.“

Botnaðu setningarnar:

Unga fólkið okkar…?

„… er framtíðin.“

Eldri borgararnir okkar eru..?

„… þau sem byggðu landið, okkar reynslumestu borgarar sem bera að hlúa að og ber að sýna tilskylda virðingu í vilja og verki.“