7. sæti | Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir

Friðbjörg Jóhanna, 44 ára, er í 7. sæti. Friðbjörg vinnur á þjónustukjarna fyrir geðfatlaða og situr í stjórnum Norðurorku og Fjölsmiðjunnar. Við skulum fá að kynnast Friðbjörgu Jóhönnu betur.

Fjölskylduhagir? Einstök, á 2 börn.“

Af hverju Samfylkingin?

„Það er ekki flókið. Samfó stendur fyrir jöfnuð, réttlæti og virðingu fyrir öllum einstaklingum samfélagsins.“

Fyrir hverju brennirðu?

„Geðheilbrigðismálum, umhverfisvernd, orku- og auðlindamálum.“

Hvað er best við Akureyri?

„Hvað allt er einfalt og stutt að fara til að fá bros, til dæmis á Amtsbókasafnið, í sundlaugarnar og í Vínbúðina.“

Hvað má bæta? „Flokkun og endurvinnslu, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“

Skrítin staðreynd um þig? „Hef enn ekki gefið upp alla von um að einn daginn verði ég dömuleg.“

Fyrirmynd: „Pabbi, mamma og Reimar bróðir.“

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór? „Nú auðvitað bóndi, og smiður.“

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar:  „…er margt ekki í nógu góðum málum og þar þarf að koma til samstarf allra aðila sem þau hafa snertingu við og hætta ekki fyrr en við finnum hvernig má bæta líðan þeirra og lífsgæði.“

Eldri borgararnir okkar: … þurfa að geta haft val um búsetuúrræði og að það sé í boði þjónusta sem hentar þörfum hvers og eins.“

Eitthvað að lokum? Verða veitingar?