8. sæti | Ragnar Sverrisson

Ragnar Sverrisson, 69 ára kaupmaður, situr í 8.sæti. Ragnar er kvæntur Guðnýju Jónsdóttur og eiga þau fimm börn, tólf barnabörn og þrjú barnabarnabörn.

Við skulum kynnast Ragga betur:

 

Af hverju Samfylkingin?

„Eftir að hafa unnið mikið með góðu fólki að verkefninu Akureyri í öndvegi, sem snérist um að koma nútíma skipulagi á miðbæinn í samráði við íbúa, varð mér ljóst að þeim málum varð að fylgja eftir á pólitískum vettvangi. Eftir að hafa skoðað alla flokka þótti mér Samfylkingin standa mér og mínum hugsjónum næst hvað varðar velferð þegnanna.“

Fyrir hverju brennirðu?

„Útivist og líkamsrækt, framförum í bænum okkar, aukinni samvinnu manna og landa á milli og svo auðvitað að njóta þess að sjá afkomendur okkar hjóna pluma sig í lífinu.“

 

Hvað er best við Akureyri?

„Bæjarstæðið og næsta nágrenni sem á engan sinn líka. Ágætt mannlíf, kröftugt íþróttalíf og öflug menning.“

 

Hvað má bæta?

„Fylgja ákvörðunum sem teknar hafa verið í bæjarkerfinu betur eftir og hlusta ávallt á raddir bæjarbúa en minna á sérhagsmuni.“

 

Skrítin staðreynd um þig:

„Ég tel mér trú um að ég sé ennþá þrítugur!“

 

Fyrirmynd:

„Móðir mín og Nelson Mandela.“

 

Hvað ætlarðu að vera þegar þú yrðir stór?

„Bóndi þegar ég kom heim úr sveitinni á haustin og slökkviliðsmaður þegar leið á veturna.“

Kláraðu setningarnar:

Unga fólkið okkar…

„Unga fólkið okkar hefur alla burði til að taka okkur gamlingjunum fram.“

Eldri borgararnir okkar…

„Eldri borgararnir okkar lögðu grunninn að því sem við búum að í dag án þess að telja neitt eftir sér. Þess vegna eiga stjórnvöld að tryggja þessu sama fólki fjárhagslega og félagslega stöðu og telja það ekki eftir eins og nú virðist vera plagsiður.“

Að lokum:

„Áfram Akureyri!“