9. sæti | Margrét Steinunn Benediktsdóttir

Margrét Steinunn Benediktsdóttir, 9. Sæti, verður tvítug í haust. Margrét Steinunn er nemi í grunnskólakennarafræðum á stærðfræðikjörsviði við Háskóla Íslands. Hún er einhleyp og fædd og uppalin á Akureyri þar sem foreldrar hennar búa. Hún er yngst þriggja systkina.

Við skulum kynnast Margréti betur:

Af hverju Samfylkingin?
„Ég hef alltaf verið mjög meðvituð um ójafnrétti í samfélaginu og mér finnst Samfylkingin vera sá flokkur sem er einna helst að beita sér fyrir jafnara samfélagi.“

Fyrir hverju brennirðu?
„Ég brenn fyrir jafnréttismálum og skólamálum, sem eru nátengd að mínu mati.“

Hvað er best við Akureyri?
„Amtsbókasafnið, góðir skólar og fólkið sem býr hér.“

Hvað má bæta?
„Almenningssamgöngur, bæta mætti við fleiri hjólastígum og meiri stuðning við kennara og nemendur innan skólastofunnar.“

Skrítin staðreynd um mig:
„Ég ók upp á gangstétt í bílprófinu mínu en náði því samt án þess að fá villu. (Það var nefnilega ófært og ekki hægt að keyra annars staðar).“

Fyrirmynd?
„Ég verð að velja tvær, það eru Malala Yousafzai og Emma González. Þær eru flottar ungar konur sem berjast fyrir réttlæti.“

Hvað ætlaðirðu að vera þegar þú yrðir stór?
„Á einum tímapunkti ætlaði ég að vera smiður, á öðrum ætlaði ég að vera dýralæknir og stundum langaði mig að vera rithöfundur.“

Kláraðu setningarnar:
Unga fólkið okkar… „er frábært en því miður er oft litið framhjá þeim þegar það kemur að ákvarðanatöku um hagsmunamál þeirra.“

Eldri borgararnir okkar… „eru frábærir en því miður er oft litið framhjá þeim þegar það kemur að ákvarðanatöku um hagsmunamál þeirra.“

Eitthvað annað?
„Áfram Akureyri!“

Mynd: Auðunn Níelsson