Landsfundur 2015

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram á Hótel Sögu í Reykjavík 20. – 21. mars n.k.  Málefnanefndir hafa verið að störfum frá því í haust og hafa þær skilað af sér tillögum til aðildarfélaga.  Stjórn Samfylkingarinnar mun halda tvo fundi í tengslum við þessar tillögur.  Fyrri fundurinn verður almennur umræðufundur og seinni verður félagsfundur þar sem farið er yfir tillögurnar nánar og breytingartillögur settar fram.  Félög hafa fram til fimmtudagsins 19. febrúar til að skila inn niðurstöðum/tillögum félagsfunda.

Einnig er hægt að bera fram ályktanir á félagsfundinum sem yrðu sendar til landsfundar en aðildarfélög og einstakir félagsmenn þurfa að skila þeim inn eigi síðar en 20. febrúar n.k.

Umræðufundur: fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20.

Félagsfundur: fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.

Þessar tillögur eru hér:

Við höfum auk þess opnað fyrir skráningu fyrir fulltrúa Samfylkingarinnar á Akureyri á landsfundinn.  Skráning hér.  Skráningu lýkur 27. febrúar.

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Samfylkingarinnar á Akureyri, Jóhann í síma 821-5999

1 Trackbacks & Pingbacks

  1. Undirbúningur landsfundar 2015 |

Leave a comment

Your email address will not be published.


*