Samfylkingin óskar eftir umræðum um sorpmál


Fulltrúi Samfylkingingarinnar í umhverfisnefnd óskaði eftir því í siðustu viku að sorpmál verði aftur sett á dagskrá umhverfisnefndar.  Ástæða þess er viðsnúningur framkvæmdaráðs í sorpmálum sem felst í því að Akureyrarbær auki kvaðir á bæjarbúa vegna ferða í grenndargáma með flokkað sorp, í stað þriggja-tunnu kerfis sem felur í sér að allt sorp er sótt heim.  Þessi leið B sparar bænum nokkrar milljónir til skamms tíma en þegar upp er staðið og málið skoðað í heild til átta ára eins og þetta útboð nær til sparast miklar fjárhæðir á móti í flutningi og urðunarkostnaði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *