Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 29. september, kl. 20:00-22:00, í Lárusarhúsi v/Eiðsvallagötu 18.
Dagskrá fundarins:
Framlagning starfs- og fjárhagsáætlunar félagsins.
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarmála-, landsmála og kvennahóp.
Undirbúningur fyrir landsfund.
Kjör landsfundarfulltrúa og fulltrúa á kjördæmisþing.
Önnur mál.
Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til starfa í ofangreindum hópum eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku til formanns félagsins, Helenu Þ. Karlsdóttur, á netfangið helenaka@islandia.is eða í síma 862 8823.
Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi verður haldið, laugardaginn 8. október nk. í Brekkuskóla á Akureyri, kl. 11:00-16:00.
Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í Reykjavík, helgina 21.-23. október nk. Í Valsheimilinu v/Hlíðarenda. Setning fundarins er kl. 16:30, föstudaginn 21. okt.
Niðurgreiðsla ferðakostnaðar landsbyggðarfulltrúa á fyrri landsfundum hefur verið kr. 10.000.- en ferðakostnaður vegna landsfundarins 2011 er í endurskoðun.
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að verða fulltrúar félagsins á landsfundinum og/eða á kjördæmisþinginu eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku til varaformanns félagsins, Jóns Inga Cæsarsonar, á netfangið jonc@simnet.is eða í síma 825 1176.
Fundaráætlun Samfylkingarinnar á Akureyri i tengslum við landsfund.
Lög Samfylkingarinnar á Akureyri samþykkt á aðalfundi 3. mars 2010