Framtíðarsýn í bæjarmálum


Undirbúningsfundur í Lárusarhúsi mánudaginn 23. janúar
Næstu bæjarstjórnarkosningar verða vorið 2014. Mikilvægt er að hefja undirbúning þeirra tímanlega og það hyggst Samfylkingarfélagið á Akureyri gera. Félagið boðar þess vegna til fundar mánudaginn 23. janúar. Fundurinn verður í húsi félagsins við Eiðsvallagötu og hefst kl. 20.00.

Á fundinum verður megináhersla lögð á að gefa félagsmönnum kost á að tjá sig um málefnaáherslur félagsins til framtíðar, hverjar hinar pólitísku áherslur eiga að vera sem við hyggjumst beita okkur fyrir í kosningabaráttu fyrir bæjarstjórnarkosningar 2014 og ætlum síðan að hrinda í framkvæmd í kjölfarið. Jafnframt verður rætt um þær leiðir sem félagið á að fara til þess að vinna þessum áherslum fylgi.
Við hvetjum félagsmenn Samfylkingarinnar á Akureyri til að mæta og taka þátt í þessari umræðu.
Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *