Ályktun frá aðalfundi


Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri lýsir yfir ánægju sinni með störf núverandi ríkisstjórnar. Stefnufesta hennar við erfiðar aðstæður eru nú að skila þeim árangri sem aðvar stefnt við endurreisn þjóðfélagsins.

Aðalfundurinn brýnir fyrir ríkisstjórninni að halda áfram og af festu með mikilvæg mál. Þar ber að nefna m.a. rammaáætlun, nýtt kvótafrumvarp, Vaðlaheiðargöng, iðnaðaruppbyggingu á Bakka, aðildarumsókn að ESB og síðast en ekki síst að taka af festu á  skuldavanda heimila og fyrirtækja.

Aðalfundurinn treystir á að áfram verði unnið að uppbyggingu réttlátara samfélags á forsendum félagshyggju og jafnréttis.

Samþykkt á aðalfundi félagsins þann 15. mars 2012

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *