Skráning á Landsfund 2013


Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 1.-3. febrúar nk. í Valsheimilinu við Hlíðarenda í Reykjavík. Landsfundur er opinn öllum flokksfélögum Samfylkingarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Upplýsingar um landsfundinn má nálgast á landsfundur.is
Stjórn Samfylkingarfélagsins á Akureyri vill hvetja félaga sína til að fara á landsfundinn sem atkvæðisbærir fulltrúar og taka þátt í að móta stefnu Samfylkingarinnar í áhugaverðu og skemmtilegu starfi.
Ef þú félagi góður hefur áhuga á að fara á landsfundinn og taka þátt í starfi Samfylkingarinnar sem fulltrúi félagsins er þér velkomið að skrá þig með því að hafa samband við Jón Inga Cæsarsson, með því að senda tölvupóst á jonc@simnet.is eða í síma 825 1176 fyrir lok dags 10. janúar n.k.
Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *