Aðalfundur Samfylkingarinnar og listinn kynntur 27. febrúar


Aðalfundur Samfylkingarinnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 19 í Lárusarhúsi. Listi Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar verður svo kynntur kl. 20 sem mun enda með ávarpi leiðtoga listans.

Hallur Heimisson, formaður, Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir varaformaður og Pétur Maack munu ekki gefa kost á sér en aðrir stjórnarmenn hafa gefið kost á sér.

Þeir sem hafa hug á að gefa kost á sér í stjórn setji sig í samband við kjörstjórn en í kjörstjórn sitja: Unnar Jónsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Eiríkur Jónsson.

Dagskrá aðalfundarins

  • Ákvörðun um starfsmenn fundarins
  • Skýrsla stjórnar,
  • Ársreikningar félagins fyrir næstliðið ár lagðir fram
  • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns,
  • Kosning annarra stjórnarmanna,
  • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
  • Ákvörðun um árgjald félagsins
  • Önnur mál.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *